Verkfall kennara bannað með lögum 12. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deilendur ekki samið fyrir 15. desember, skipi hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitastjórnarmenn og foreldra: "Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöðuna skefilega og sýni vanmat og vanvirðingu á skólastarfi og þeim sem þar starfi: "Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang." Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dagskrá Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði valið "valdbeitingarleið". Ögmundur Jónasson, vinstri grænum sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: "Þetta er ekki stórmannlegt." Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ásgrímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta atriði í umræðum um frumvarpið á þann veg að þessi dagsetning væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dagsetning breytist í meðförum Allsherjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frestun kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deilendur ekki samið fyrir 15. desember, skipi hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitastjórnarmenn og foreldra: "Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöðuna skefilega og sýni vanmat og vanvirðingu á skólastarfi og þeim sem þar starfi: "Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang." Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dagskrá Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði valið "valdbeitingarleið". Ögmundur Jónasson, vinstri grænum sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: "Þetta er ekki stórmannlegt." Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ásgrímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta atriði í umræðum um frumvarpið á þann veg að þessi dagsetning væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dagsetning breytist í meðförum Allsherjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frestun kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira