Tíska og hönnun

Stílhreinir Aurum skartgripir

Hönnun Aurum er byggð á íslensku handverki og þjóðlegri hefð.
Hönnun Aurum er byggð á íslensku handverki og þjóðlegri hefð.
Í Bankastrætinu er verslunin Aurum, stílhrein íslensk skartgripaverslun sem er í eigu tveggja kjarnakvenna.

Það eru þær Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttur, gullsmiður og skartgripahönnuður, og Ása Gunnlaugsdóttur, gullsmiður og iðnhönnuður, sem reka saman Aurum en þær leiddu saman hesta sína fyrir tveimur árum og samstarfið gengur vel.

Þær hanna hvor sína línuna. Guðbjörg sækir hugmyndir sínar í íslenska náttúru en skartið hennar er bæði viðkvæmt og sterkt, loftkennt og kvenlegt. Hún blandar saman ólíkum efnum eins og stáli, silfri og mislitum nælonþræði.

Ása fær líka innblástur frá náttúrunni, hönnun hennar er lífræn, skartgripirnir eru þægilegir og ætlaðir til hversdagslegra nota.

Um þessar mundir eru þær stöllur að kynna nýja línu, skargripi sem eru stílhreinir en hönnunin er byggð á íslensku handverki og þjóðlegri hefð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×