Viðskipti innlent

Búist við milljarði á mánuði

Íslandsbanki birtir uppgjör sitt í dag fyrir fyrri helming ársins. Íslandsbanki er fyrstur bankanna til að birta uppgjör. Hinir tveir birta uppgjör sín á fimmtudag. Búist er við góðum uppgjörum fjármálafyrirtækja, enda umhverfið verið þeim hagstætt að undanförnu. Landsbanki og KB banki hafa birt spár um hagnað Íslandsbanka. Þar er gert ráð fyrir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi verði 1,7 til 1,8 milljarðar króna. Afkoma Íslandsbanka fyrstu þrjá mánuði ársins var afar góð eða 4,5 milljarðar króna. Greiningardeildir bankanna gera því ráð fyrir að afkoma bankans fyrstu sex mánuði ársins verði 6,3 til 6,4 milljarðar króna. Gengishagnaður af verðbréfaeign átti stóran þátt í miklum hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Áfram er búist við góðum gengishagnaði síðustu þrjá mánuði, en búist er við að hlutfall gengishagnaðar af heildarhagnaði verði mun lægri en á fyrsta ársfjórðungi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×