Lífið

Moss kaupir sveitabýli

Fyrirsætan Kate Moss hefur keypt sér risastórt 18. aldar sveitabýli á Englandi fyrir um 260 milljónir króna. Á meðal nágranna hennar verða leikkonurnar Elizabeth Hurley og Kate Winslet. Moss mun búa á sveitabýlinu ásamt 21 mánaða dóttur sinni, Lila Grace. Ekki er langt síðan þessi fræga fyrirsæta gerði samning við fyrirtækið Cacharel um að auglýsa nýtt ilmvatn þess, Anais Anais. Fær hún um 130 milljónir fyrir vikið, eða helminginn af verðmæti nýja hússins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.