Innrás vélmannanna 23. júlí 2004 00:01 Rússneska skáldið Isaac Asimov hafði velt afleiðingum gervigreindar fyrir sér löngu áður en Arnold Schwarzenegger setti upp sólgleraugun í fyrstu Terminator-myndinni. I, Robot var sú fyrsta í fimm bóka seríu sem fjallaði um það þegar vélmenni vakna til vitundar og gera uppreisn gegn skapara sínum, öllu mannkyninu. Fyrsta bókin, sem heitir sama nafni og myndin en er ekki mikið skyld henni hvað söguþráð varðar, var skrifuð snemma á fimmta áratugnum og var safn smásagna sem allar tengdust á þann hátt að fjallað var um samband vélmenna og manna. Saga kvikmyndarinnar gerist árið 2035 þegar vélmenni sjá um að þjóna mannkyninu í einu og öllu. Lögregluforinginn Del Spooner (Will Smith) rannsakar morð og svo virðist sem vélmaður sé flæktur inn í það. Spooner er bölsýnismaður á tækniframfarir mannkynsins og treystir ekki vélmönnunum. Starfsmenn fyrirtækisins, USA Robotics, þar sem morðið var framið fullyrða að enginn vélmaður geti skaðað manneskju, þar sem það sé gegn forritun þeirra. Spooner óttast að ef vélmaður getur brotið þessa reglu, þá sé ekkert til þess að stöðva vélmennin, til þess að yfirtaka allan heiminn. Spooner fær vélmannasálfræðinginn dr. Susan Calvin í lið með sér, sem hefur rannsakað hegðunarmynstur vélmanna. Saman óttast þau að mannkynið sé orðið háð vélmönnunum sem gefi þeim yfirhöndina komi til stríðs. Auðvitað fer svo allt í bál og brand og ótti Spooner reynist á rökum reistur. Mannkynið er allt í hættu. Hugmynd Asimov hefur verið nýtt í margar myndir og teiknimyndir. Hver man ekki eftir svipuðum söguþræði í gömlu frönsku teiknimyndunum Sú kemur tíð í ríkissjónvarpinu fyrir um tuttugu árum síðan? Og af einhverjum ástæðum líta öll vélmennin í myndinni út eins og Björk gerði í myndbandi sínu All is Full of Love. Þar voru þau þó öllu vinalegri. Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rússneska skáldið Isaac Asimov hafði velt afleiðingum gervigreindar fyrir sér löngu áður en Arnold Schwarzenegger setti upp sólgleraugun í fyrstu Terminator-myndinni. I, Robot var sú fyrsta í fimm bóka seríu sem fjallaði um það þegar vélmenni vakna til vitundar og gera uppreisn gegn skapara sínum, öllu mannkyninu. Fyrsta bókin, sem heitir sama nafni og myndin en er ekki mikið skyld henni hvað söguþráð varðar, var skrifuð snemma á fimmta áratugnum og var safn smásagna sem allar tengdust á þann hátt að fjallað var um samband vélmenna og manna. Saga kvikmyndarinnar gerist árið 2035 þegar vélmenni sjá um að þjóna mannkyninu í einu og öllu. Lögregluforinginn Del Spooner (Will Smith) rannsakar morð og svo virðist sem vélmaður sé flæktur inn í það. Spooner er bölsýnismaður á tækniframfarir mannkynsins og treystir ekki vélmönnunum. Starfsmenn fyrirtækisins, USA Robotics, þar sem morðið var framið fullyrða að enginn vélmaður geti skaðað manneskju, þar sem það sé gegn forritun þeirra. Spooner óttast að ef vélmaður getur brotið þessa reglu, þá sé ekkert til þess að stöðva vélmennin, til þess að yfirtaka allan heiminn. Spooner fær vélmannasálfræðinginn dr. Susan Calvin í lið með sér, sem hefur rannsakað hegðunarmynstur vélmanna. Saman óttast þau að mannkynið sé orðið háð vélmönnunum sem gefi þeim yfirhöndina komi til stríðs. Auðvitað fer svo allt í bál og brand og ótti Spooner reynist á rökum reistur. Mannkynið er allt í hættu. Hugmynd Asimov hefur verið nýtt í margar myndir og teiknimyndir. Hver man ekki eftir svipuðum söguþræði í gömlu frönsku teiknimyndunum Sú kemur tíð í ríkissjónvarpinu fyrir um tuttugu árum síðan? Og af einhverjum ástæðum líta öll vélmennin í myndinni út eins og Björk gerði í myndbandi sínu All is Full of Love. Þar voru þau þó öllu vinalegri.
Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira