Tíska og hönnun

Nýjasta nýtt í New York

Nýjasta tískan í heimsborginni New York er að borga fyrir að versla. Nú getur fólk á öllum aldri, hvort sem það eru þreyttar húsmæður, áttavilltir karlmenn eða tískugúrúar, fengið leiðsögn um allar aðalverslanirnar í borginni.

Ferðirnar eru allt frá tveim tímum og upp í heilan dag og kosta frá rúmlega tvö þúsund krónum og upp í rúmlega tíu þúsund krónur.

Í ferðunum eru ekki aðeins verslanir heimsóttar heldur líka vinnustofur hönnuða og flottir veitingastaðir. Einnig er farið í uppáhaldsverslanir Britney Spears og Jennifer Lopez. Síðan bjóða verslanirnar í ferðinni upp á afslátt þannig að fólk getur keypt vörur á hagstæðu verði. Og ef þú kaupir inn fyrir meira en sjötíu þúsund krónur þá þarftu ekki að borga fyrir leiðsögnina. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni expedia.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.