Liza Marklund til Íslands 18. ágúst 2004 00:01 Sænski metsölu- og spennusagnahöfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bókarinnar Úlfurinn rauði. Rithöfundurinn hefur sent frá sér sjö bækur sem selst hafa í yfir 5 milljónum eintaka á 26 tungumálum en Úlfurinn rauði er fimmta bókin sem þýdd er á íslensku. Sænska sendirráðið á Íslandi, Norræna húsið og Ari útgáfa bjóða Lizu til landsins en hún áritar bækur í Norræna húsinu, föstudaginn 3. september. Norræna húsið er þá öllum opið og hefst dagskráin kl. 20. Lesendum og aðdáendum Lizu gefst einnig kostur á að spyrja hana spjörunum úr og leikkonan Þrúður Vilhjálmsdóttir les valda kafla úr Úlfinum rauða. Anna R. Ingólfsdóttir er íslenski þýðandi Lisu Marklund en hún leitaði strax til Halldórs Guðmundssonar útgáfustjóra Máls og menningar eftir að hafa lesið Sprengivarginn í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Bókin var gefin út á íslensku og í kjölfarið fylgdu Stúdíó Sex og Paradís. Síðar stofnaði Anna Ara útgáfu og tryggði sér rétt á komandi bókum Marklund. Ari útgáfa hefur gefið út Villibirtu og Úlfinn rauða og mögulegt er að fyrsta bók Marklund, sem á sænsku heitir Gömda, verði einnig þýdd á íslensku. Gömda vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð 1995 en hún er sannsöguleg og fjallar um unga konu sem sætir sjúklegum ofsóknum frá barnsföður sínum. Eftir áralangan flótta undan manninum hröklast konan úr landi og var Liza Marklund á tímabili hennar eini tengiliður við umheiminn. Nýjasta bók Lizu, Asyl, kom út á árinu og er framhald af Gömda. Bókin segir frá aðdragandanum þess að konan varð sú fyrsta frá Svíþjóð til að fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum. "Liza Marklund höfðar alltaf betur og betur til mín," segir Anna R. Ingólfsdóttir. "Hún tekur á málum fólks sem er að standa sig og er á kafi í atvinnulífi. Hún fjallar um þjóðfélagsmál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og sem dæmi segir Úlfurinn rauði frá fári sem kom upp eftir að sænski menntamálaráðherran breytti fjölmiðlafrumvarpi á síðustu stundu. Bókin er skáldsaga en um leið og ég hafði lokið við að þýða hana kom deilan upp um fjölmiðlafrumvarpið hér á landi." Úlfurinn rauði er væntanleg í verslanir á næstu dögum. Bókmenntir Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sænski metsölu- og spennusagnahöfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bókarinnar Úlfurinn rauði. Rithöfundurinn hefur sent frá sér sjö bækur sem selst hafa í yfir 5 milljónum eintaka á 26 tungumálum en Úlfurinn rauði er fimmta bókin sem þýdd er á íslensku. Sænska sendirráðið á Íslandi, Norræna húsið og Ari útgáfa bjóða Lizu til landsins en hún áritar bækur í Norræna húsinu, föstudaginn 3. september. Norræna húsið er þá öllum opið og hefst dagskráin kl. 20. Lesendum og aðdáendum Lizu gefst einnig kostur á að spyrja hana spjörunum úr og leikkonan Þrúður Vilhjálmsdóttir les valda kafla úr Úlfinum rauða. Anna R. Ingólfsdóttir er íslenski þýðandi Lisu Marklund en hún leitaði strax til Halldórs Guðmundssonar útgáfustjóra Máls og menningar eftir að hafa lesið Sprengivarginn í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Bókin var gefin út á íslensku og í kjölfarið fylgdu Stúdíó Sex og Paradís. Síðar stofnaði Anna Ara útgáfu og tryggði sér rétt á komandi bókum Marklund. Ari útgáfa hefur gefið út Villibirtu og Úlfinn rauða og mögulegt er að fyrsta bók Marklund, sem á sænsku heitir Gömda, verði einnig þýdd á íslensku. Gömda vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð 1995 en hún er sannsöguleg og fjallar um unga konu sem sætir sjúklegum ofsóknum frá barnsföður sínum. Eftir áralangan flótta undan manninum hröklast konan úr landi og var Liza Marklund á tímabili hennar eini tengiliður við umheiminn. Nýjasta bók Lizu, Asyl, kom út á árinu og er framhald af Gömda. Bókin segir frá aðdragandanum þess að konan varð sú fyrsta frá Svíþjóð til að fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum. "Liza Marklund höfðar alltaf betur og betur til mín," segir Anna R. Ingólfsdóttir. "Hún tekur á málum fólks sem er að standa sig og er á kafi í atvinnulífi. Hún fjallar um þjóðfélagsmál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og sem dæmi segir Úlfurinn rauði frá fári sem kom upp eftir að sænski menntamálaráðherran breytti fjölmiðlafrumvarpi á síðustu stundu. Bókin er skáldsaga en um leið og ég hafði lokið við að þýða hana kom deilan upp um fjölmiðlafrumvarpið hér á landi." Úlfurinn rauði er væntanleg í verslanir á næstu dögum.
Bókmenntir Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira