Tíska og hönnun

Lagerfeld hannar fyrir H&M

Tískufatnaður á viðráðanlegu verði virðist vera að gera góða hluti í hinum stóra tískuheimi. Nú er ekki aðalmálið að eiga tíu þúsund króna nærbuxur eða hundrað þúsund króna bol heldur eru frægir hönnuðir farnir að fórna sér fyrir fjöldaframleiðsluverslanir. Eins og margir vita er Karl Lagerfeld farinn að hanna föt fyrir H&M samfara því að hanna sín dýru hátískuföt. Nú fetar Isaac Mizrahi í fótspor hans og hannar fyrir Target, sem er af svipuðum toga og H&M. Það nýjasta er að ritstjóri hins virta tískutímarits Vogue, Anna Wintour, hefur ekkert á móti þessari ódýru tísku þó að hún hafi löngum verið þekkt fyrir að klæðast eingöngu dýrum merkjum eins og Chanel






Fleiri fréttir

Sjá meira


×