Húsbréf breytast í peningalán 5. júlí 2004 00:01 "Meginbreytingin sem fylgir þessu er að lánstími breytist og einnig vaxtaprósentan," segir Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunar- og almannatengslasviðs Íbúðalánasjóðs. Nú hafa þær breytingar gengið í garð hjá Íbúðalánasjóði að húsbréfum er breytt í peningalán. Nú er hægt að taka peningalán til tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára en einungis var hægt að taka lán til 25 eða 40 ára í gamla húsbréfakerfinu. "Áður fyrr fengu seljendur greiðslu í formi fasteignaveðbréfs sem var skiptanlegt fyrir húsbréf hjá Íbúðalánasjóði. Húsbréfin gengu síðan kaupum og sölu á fjármálamarkaði og báru ýmist afföll eða yfirverð. Nú fær seljandinn greidda peninga í samræmi við ákvæði ÍLS-veðbréfa sem taka við af fasteignaveðbréfunum," segir Hallur. "Á meðan húsbréfakerfið var og hét fékk seljandi til dæmis 1.000.000 króna húsbréf en vegna affalla þá fékk hann aðeins 900.000 greitt. Þá hafði það oft áhrif á lántakanda því seljandi vildi að hann tæki þátt því hann vildi auðvitað fá 1.000.000 en ekki 900.000 krónur. Þá þurfti lántakandi oft að greiða meira en uppsett verð." Vextirnir breytast einnig talsvert með þessum breytingum. "Undanfarin tíu ár hafa þessi fasteignaverðbréf verið verðtryggð og fastir vextir á þeim sem voru 5,1 prósent. Eftir breytingarnar breytast vextirnir á ÍLS-verðbréfum á milli tímabila. Ef keypt er í janúar til dæmis þá eru ákveðnir vextir sem eru fastir allan lánstímann. Vextirnir gætu svo verið aðrir til dæmis í maí. Nú bjóðum við íbúðabréf út og sú ákvöxtunarkrafa sem markaðsaðilar vilja greiða er grunnvaxtaákvörðun útlánanna. Það gæti til dæmis verið fjögur prósent og síðan bætast ofan á þá prósentu ákveðið álag," segir Hallur, en Íbúðalánasjóður hyggur að svona verði vextir á útlánum lægri en áður fyrr. Starfsmenn Íbúðalánasjóðs hvetja fólk eindregið til að leita sér upplýsinga í bönkum og sparisjóðum þegar haldið er í greiðslumat. "Greiðslumat er ekki aðeins til að sýna fólki sína fjárhagslegu stöðu heldur líka hvað það á mikið afgangs eftir mánaðarneyslu til að greiða af lánum sínum. Ráðgjafar í greiðslumati geta þá bent fólki á bestu mögulegu leiðina í lánatöku," segir Hallur. Starfsmenn Íbúðalánasjóðs vilja enn fremur benda á það að besti sparnaðurinn er að taka styttri lán frekar en lengri ef fólk hefur val á því þar sem fjörutíu ára lánin hafa reynst dýrari á heildina litið. Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Meginbreytingin sem fylgir þessu er að lánstími breytist og einnig vaxtaprósentan," segir Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunar- og almannatengslasviðs Íbúðalánasjóðs. Nú hafa þær breytingar gengið í garð hjá Íbúðalánasjóði að húsbréfum er breytt í peningalán. Nú er hægt að taka peningalán til tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára en einungis var hægt að taka lán til 25 eða 40 ára í gamla húsbréfakerfinu. "Áður fyrr fengu seljendur greiðslu í formi fasteignaveðbréfs sem var skiptanlegt fyrir húsbréf hjá Íbúðalánasjóði. Húsbréfin gengu síðan kaupum og sölu á fjármálamarkaði og báru ýmist afföll eða yfirverð. Nú fær seljandinn greidda peninga í samræmi við ákvæði ÍLS-veðbréfa sem taka við af fasteignaveðbréfunum," segir Hallur. "Á meðan húsbréfakerfið var og hét fékk seljandi til dæmis 1.000.000 króna húsbréf en vegna affalla þá fékk hann aðeins 900.000 greitt. Þá hafði það oft áhrif á lántakanda því seljandi vildi að hann tæki þátt því hann vildi auðvitað fá 1.000.000 en ekki 900.000 krónur. Þá þurfti lántakandi oft að greiða meira en uppsett verð." Vextirnir breytast einnig talsvert með þessum breytingum. "Undanfarin tíu ár hafa þessi fasteignaverðbréf verið verðtryggð og fastir vextir á þeim sem voru 5,1 prósent. Eftir breytingarnar breytast vextirnir á ÍLS-verðbréfum á milli tímabila. Ef keypt er í janúar til dæmis þá eru ákveðnir vextir sem eru fastir allan lánstímann. Vextirnir gætu svo verið aðrir til dæmis í maí. Nú bjóðum við íbúðabréf út og sú ákvöxtunarkrafa sem markaðsaðilar vilja greiða er grunnvaxtaákvörðun útlánanna. Það gæti til dæmis verið fjögur prósent og síðan bætast ofan á þá prósentu ákveðið álag," segir Hallur, en Íbúðalánasjóður hyggur að svona verði vextir á útlánum lægri en áður fyrr. Starfsmenn Íbúðalánasjóðs hvetja fólk eindregið til að leita sér upplýsinga í bönkum og sparisjóðum þegar haldið er í greiðslumat. "Greiðslumat er ekki aðeins til að sýna fólki sína fjárhagslegu stöðu heldur líka hvað það á mikið afgangs eftir mánaðarneyslu til að greiða af lánum sínum. Ráðgjafar í greiðslumati geta þá bent fólki á bestu mögulegu leiðina í lánatöku," segir Hallur. Starfsmenn Íbúðalánasjóðs vilja enn fremur benda á það að besti sparnaðurinn er að taka styttri lán frekar en lengri ef fólk hefur val á því þar sem fjörutíu ára lánin hafa reynst dýrari á heildina litið.
Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira