Menning

Fjölgun á vinnumarkaðinum

Fjölgun virðist vera framundan á vinnumarkaðinum. Þetta segir í niðurstöðum könnunar Samtaka atvinnulífsins sem gerð var í síðasta mánuði. Átján prósent fyrirtækja hyggjast fjölga starfsfólki næstu þrjá til fjóra mánuðina en tíu prósent hyggjast fækka því. Eins og áður eru þó langflest fyrirtæki sem ætla að halda starfsmannafjölda óbreyttum, eða um 72 prósent fyrirtækja. Þessar niðurstöður sýna þó nokkra breytingu frá könnun Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári. Þá ætluðu fimmtán prósent fyrirtækja að fjölga starfsfólki sínu en fjórtán prósent hugðust fækka því. Spurningar varðandi könnunina núna í júní voru sendar til 828 aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins og svör bárust frá 437, eða 53 prósentum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.