Innlent

Kann að leiða til þráteflis

Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem varð fyrstur manna til að stinga upp á því að taka fjölmiðlalögin aftur, óttast að eins og að því er staðið, kunni það að leiða til þráteflis á milli forseta og Alþingis. Hann telur að réttast hefði verið að fella lögin úr gildi og hefja síðan endurskoðun á lagaumhverfi fjölmiðla. Nýtt frumvarp ætti síðan að leggja fram í haust eða vetur þannig að góður tími gæfist og víðtæk samstaða næðist. Honum fannst einkennilegt í þessu máli að lögin hafi verið felld úr gildi og nýtt frumvarp samþykkt. Ef lögin yrðu samþykkt af forsetanum ætti nefndin samt sem áður að starfa áfram við að endurskoða lögin. Skrítið væri að samþykkja lög og endurskoða þau í beinu framhaldi. Hann segir mögulegt að að þarna sé verið að fara í kringum ákvæði stjórnarskrárinnar. Forsetinn verði að meta það hvort breytingarnar sem gerðar voru séu nógu miklar. Þá segir hann töluverða hættu á því ef lögin verða samþykkt að endurskoðun þeirra dragast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×