Innlent

Breytir engu fyrir Norðurljós

Stjórnarformaður Norðurljósa kallar nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar skrípaleik. Verið sé að gera sýndarbreytingar á fjölmiðlafrumvarpinu, sem hafi engin efnisleg áhrif. Ekki var um það deilt að fjölmiðlalögin myndu harðast bitna á fyrirtækinu Norðurljósum og forystumenn í stjórnarflokkunum leyndu ekki þeirri skoðun sinni að brjóta þyrfti upp það fyrirtæki. Breytt frumvarp ríkisstjórnarinnar breytir því ekki að Norðurljós munu ekki geta starfað áfram í núverandi mynd. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa segir breytingarnar á frumvarpinu engu breyta fyrir fyrirtækið. Hann sagði málaferli vegna laganna halda áfram og að réttarstaða Norðurljósa væri svipuð og áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×