Innlent

Láta ekki svelta sig

"Kennarar munu aldrei verða sveltir til hlýðni," sagði Jón Pétur Zimsen grunnskólakennari á baráttufundi kennara á Ingólfstorgi í gær. Jón Pétur sagði að yrðu lög sett á deilu kennara væri augljóst að starfskrafta kennara væri ekki lengur óskað. Hann velti upp spurningunni hvernig kröfur um 230 þúsund króna laun árið 2007, sveigjanlegri vinnutíma og aukinn undirbúning til að auka gæði kennslunnar gætu verið óraunhæfar. Um 3.000 kennarar mættu í kröfugöngu frá Hlemmi og á fundinn. Þeir hlýddu á forystu kennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra og fengu kveðjur frá fjölmörgum stéttarfélögum ásamt fimmtán og hálfri milljón króna gjöf frá félögum BHM í vinnudeilusjóð kennara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×