Synjun af guðs náð eða þjóðarinnar 2. október 2004 00:01 Þau orð Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, þess efnis að "synjunarákvæði stjórnarskrárinnar (séu) leifar af þeirri trú að konungurinn - einvaldurinn - fari með guðs vald", hafa valdið miklu uppnámi, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig meðal sagnfræðinga. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur segir í grein á póstlistanum Gammabrekku að synjunarvald konungs sé vissulega tengt guði. Öðru máli gegni um synjunarvald þjóðkjörins forseta sem leyst hafi konung af hólmi, þökk sé þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga. "Við höfnuðum guðkjörnum konungi og stofnuðum lýðveldi," segir hann. Árni Daníel segir að með því að tengja vald forseta við guð sé Halldór Blöndal að svíkja grundvöll lýðveldisins: "Hann lýgur því að stjórnarskrá Íslands sé tengd við guð. Þær lygar verða ekki samþykktar af þjóðinni. Þjóðfrelsisbaráttan var ekki til einskis, lygarar fá ekki að sitja í sæti forseta Alþingis. Niður með Halldór Blöndal." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor svarar Árna Daníel á sama vettvangi og segir að Halldór Blöndal hafi "sögulega rétt fyrir sér". Prófessorinn segir að synjunarvaldið hefði verið orðinn dauður bókstafur við lýðveldisstofnun 1944, enda hefðu fræðimenn þá aðeins gert ráð fyrir því að því yrði beitt við mjög óvenjulegar aðstæður svo sem stríðsástandi eða annarri ógn. "Núverandi forseti kaus hins vegar að beita því þegar í hlut átti fyrirtæki, sem var nátengt honum en kosningastjóri hans er forstjóri þess." Segir Hannes að hafi Árni Daníel viljað vera trúr sögulegri hefð Íslendinga hefði hann átt að segja: "Niður með Bessastaðavaldið!" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þau orð Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, þess efnis að "synjunarákvæði stjórnarskrárinnar (séu) leifar af þeirri trú að konungurinn - einvaldurinn - fari með guðs vald", hafa valdið miklu uppnámi, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig meðal sagnfræðinga. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur segir í grein á póstlistanum Gammabrekku að synjunarvald konungs sé vissulega tengt guði. Öðru máli gegni um synjunarvald þjóðkjörins forseta sem leyst hafi konung af hólmi, þökk sé þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga. "Við höfnuðum guðkjörnum konungi og stofnuðum lýðveldi," segir hann. Árni Daníel segir að með því að tengja vald forseta við guð sé Halldór Blöndal að svíkja grundvöll lýðveldisins: "Hann lýgur því að stjórnarskrá Íslands sé tengd við guð. Þær lygar verða ekki samþykktar af þjóðinni. Þjóðfrelsisbaráttan var ekki til einskis, lygarar fá ekki að sitja í sæti forseta Alþingis. Niður með Halldór Blöndal." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor svarar Árna Daníel á sama vettvangi og segir að Halldór Blöndal hafi "sögulega rétt fyrir sér". Prófessorinn segir að synjunarvaldið hefði verið orðinn dauður bókstafur við lýðveldisstofnun 1944, enda hefðu fræðimenn þá aðeins gert ráð fyrir því að því yrði beitt við mjög óvenjulegar aðstæður svo sem stríðsástandi eða annarri ógn. "Núverandi forseti kaus hins vegar að beita því þegar í hlut átti fyrirtæki, sem var nátengt honum en kosningastjóri hans er forstjóri þess." Segir Hannes að hafi Árni Daníel viljað vera trúr sögulegri hefð Íslendinga hefði hann átt að segja: "Niður með Bessastaðavaldið!"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira