Viðskipti innlent

Danske bank keypti tvo írska banka

Danske Bank keypti í morgun ráðandi hlut í tveimur írskum bönkum. Kaupin eru fyrstu kaup dansks banka utan Skandinavíu. Það er til marks um stemninguna á Bretlandi að þegar fréttist af því að norrænn banki sýndi bönkunum Northern Bank á Norður-Írlandi og National Irish Bank á Írlandi áhuga, beindist grunurinn strax að íslenskum fjárfestum, einkum Landsbankanum. Sérfræðingar greiningar Íslandsbanka segja hins vegar að bankarnir tveir séu fyrst og fremst viðskiptabankar og hefðu því væntanlega ekki komið sterklega til greina fyrir Landsbankann. Í viðtali við danska ríkisútvarpið sagði bankastjóri Danske Bank að kaupin væru í takt við þá stefnu bankans að færa út kvíarnar í hefðbundinni bankaþjónustu utan Danmerkur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×