Díoxín skaðlegt en ekki banvænt 14. desember 2004 00:01 Díoxín komst í fréttirnar eftir að austurrískir læknar staðfestu að það hefði verið notað til að eitra fyrir úkraínska stjórnarandstöðuleiðtoganum Viktor Júsjenkó. Það olli því að andlit hans breyttist svo mjög að það varð í raun óþekkjanlegt; grátt, guggið og fullt af útbrotum. En hvað er díoxín? Díoxín er aukaafurð sem verður til í verksmiðjum sem nota klór, svo sem við gerð skordýraeiturs. Efnið er algengt í þróuðum löndum og hefur safnast fyrir í einhverju magni í líkama flestra íbúa iðnvæddu ríkjanna. Algengast er að efnið berist í fólk með mat, það safnast saman í kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Hversu eitrað er díoxín? Díoxín er til í 75 gerðum og eru þær misjafnlega eitraðar. Hættulegast er tetrachlorodibenzoparadioxin, efni í Agent Orange gróðureyði sem Bandaríkjaher úðaði yfir Víetnam meðan á stríðinu þar stóð og hefur valdið miklum heilbrigðisvandamálum. Mikil eitrun er talin auka líkurnar á krabbameini og lifrarsjúkdómum auk þess að meiri hætta er á því að varnarkerfi líkamans bregðist. Kannanir benda til þess að díoxín auki líkur á sykursýki en enn hafa ekki fengist óyggjandi sannanir fyrir því að díoxín dragi úr lífslíkum fólks. Hver eru algengustu áhrifin? Þau áhrif sem fólk verður helst vart við eru útbrot. Áhrifin eru hins vegar fjölbreytilegri. Í kjölfar þess að díoxín barst út í andrúmsloftið í slysi í efnaverksmiðju í Seveso á Ítalíu 1976 urðu vísindamenn varir við að fólk sem varð fyrir eitruninni var þreyttara en áður, átti erfiðara með gang, verkjaði í vöðva og svitnaði meira en venjulega. Á fólk sér hjálpar von? Í flestum tilfellum eru áhrif díoxíneitrunar tímabundin og hverfa að mestu af sjálfu sér. Vísindamenn segja að útbrot geti hvort tveggja horfið þegar eitrunarinnar hættir að gæta eða verið viðvarandi um margra ára skeið. Þegar eitrunin leiðir til alvarlegri sjúkdóma á þetta ekki við. Er díoxín einhverjum til gagns? Látum Bergi Sigurðssyni hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja eftir að svara þessu: "Flest umhverfiseitur sem rekja má til manna hafa á sínum tíma þjónað mönnunum með einum eða öðrum hætti, t.d. kvikasilfur úr hitamælum, PCB úr spennaolíu, blý sem bætiefni í bensín o.s.frv. Díoxín hefur þá sérstöðu að það er hvergi notað og er engum til gagns," ritaði Bergur í grein á vefnum hes.is. Heilsa Innlent Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Díoxín komst í fréttirnar eftir að austurrískir læknar staðfestu að það hefði verið notað til að eitra fyrir úkraínska stjórnarandstöðuleiðtoganum Viktor Júsjenkó. Það olli því að andlit hans breyttist svo mjög að það varð í raun óþekkjanlegt; grátt, guggið og fullt af útbrotum. En hvað er díoxín? Díoxín er aukaafurð sem verður til í verksmiðjum sem nota klór, svo sem við gerð skordýraeiturs. Efnið er algengt í þróuðum löndum og hefur safnast fyrir í einhverju magni í líkama flestra íbúa iðnvæddu ríkjanna. Algengast er að efnið berist í fólk með mat, það safnast saman í kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Hversu eitrað er díoxín? Díoxín er til í 75 gerðum og eru þær misjafnlega eitraðar. Hættulegast er tetrachlorodibenzoparadioxin, efni í Agent Orange gróðureyði sem Bandaríkjaher úðaði yfir Víetnam meðan á stríðinu þar stóð og hefur valdið miklum heilbrigðisvandamálum. Mikil eitrun er talin auka líkurnar á krabbameini og lifrarsjúkdómum auk þess að meiri hætta er á því að varnarkerfi líkamans bregðist. Kannanir benda til þess að díoxín auki líkur á sykursýki en enn hafa ekki fengist óyggjandi sannanir fyrir því að díoxín dragi úr lífslíkum fólks. Hver eru algengustu áhrifin? Þau áhrif sem fólk verður helst vart við eru útbrot. Áhrifin eru hins vegar fjölbreytilegri. Í kjölfar þess að díoxín barst út í andrúmsloftið í slysi í efnaverksmiðju í Seveso á Ítalíu 1976 urðu vísindamenn varir við að fólk sem varð fyrir eitruninni var þreyttara en áður, átti erfiðara með gang, verkjaði í vöðva og svitnaði meira en venjulega. Á fólk sér hjálpar von? Í flestum tilfellum eru áhrif díoxíneitrunar tímabundin og hverfa að mestu af sjálfu sér. Vísindamenn segja að útbrot geti hvort tveggja horfið þegar eitrunarinnar hættir að gæta eða verið viðvarandi um margra ára skeið. Þegar eitrunin leiðir til alvarlegri sjúkdóma á þetta ekki við. Er díoxín einhverjum til gagns? Látum Bergi Sigurðssyni hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja eftir að svara þessu: "Flest umhverfiseitur sem rekja má til manna hafa á sínum tíma þjónað mönnunum með einum eða öðrum hætti, t.d. kvikasilfur úr hitamælum, PCB úr spennaolíu, blý sem bætiefni í bensín o.s.frv. Díoxín hefur þá sérstöðu að það er hvergi notað og er engum til gagns," ritaði Bergur í grein á vefnum hes.is.
Heilsa Innlent Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira