Viðskipti innlent

Síminn tekur við rekstrinum

Síminn hefur tekið við rekstri tetra fjarskiptakerfisins af Tetra Íslandi. Eftir þessa breytingu verður enginn fastur starfsmaður hjá fyrirtækinu. Tetra Ísland hefur átt í miklum rekstrarvanda á undanförnum misserum en nú hefur verið samið við skuldunauta og samningar við kaupendur þjónustunnar, þar á meðal sveitarfélög og dómsmálaráðuneyti, hafa verið endurnýjaðir. "Þetta þýðir að Tetra Ísland verður til sem eignarhaldsfélag. Það verður áfram til og hefur sínar skuldbindingar en tæknilegur rekstur og þjónusta við notendur verður í höndum Símans," segir Jóakim Reynisson ráðgjafi Tetra Íslands. Jóakim segir að Tetra muni áfram eiga fjarskiptakerfið þótt daglegur rekstur verði í höndum Símans. Hann segist gera ráð fyrir að starfsmennirnir sem sagt var upp hjá Tetra fái einhverjir störf hjá Símanum. Áfram verður unnið að stækkun þjónustusvæðis tetrakerfisins en lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og fleiri sem sinna neyðarþjónustu treysta á tetrakerfið í samskiptum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×