Innlent

Gruna að ein byssan sé illa fengin

Fjöldi vopna fundust í þremur húsleitum á Hellissandi um síðustu helgi. Leitarheimild var fenginn eftir að par, á fertugs og fimmtugsaldri, var handtekið grunað um fíkniefnamisferli. Parið hafi húsin, þrjú sem leitað var í, til umráða. Tveir rifflar, þrjár hagalbyssur, tvær skammbyssur, fjórir hnífar og tveir hljóðdeyfar fundust í húsleitunum ásamt fimm til sex hundruð skotfærum af ýmsum gerðum. Þá fundust einnig 85 grömm af maríjúana og var um helmingur þess í litlum pakkningum. Tvær byssur eru skráðar á manninn en sjálfur hefur hann ekki tjáð lögreglu um ástæðu vopnasafnsins. En honum og konunni var sleppt að loknum yfirheyrslum hjá lögreglu. Næstu daga verður uppruni vopnanna rannsakaður en grunur er um að ein byssan sé illa fengin en það hefur ekki verið staðfest. Parið verður kallað aftur til yfirheyrslu fljótlega að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns á Snæfellsnesi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×