Breyttir jeppar ekki hættulegri 12. júní 2004 00:01 "Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jeppar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar," segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúmlega 15 þúsund jeppar af 22 mismunandi tegundum sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 199 -2001. Skýrslan var unnin af Orion ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni verið lífseig meðal almennings undanfarin ár. "Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það." Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki marktækur munur á meiðslum ökumanna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á viðkomandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. "Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt tölfræðin bendi til annars." Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þessara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll öryggismörk í árekstrum. "Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skildinginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka." Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
"Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jeppar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar," segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúmlega 15 þúsund jeppar af 22 mismunandi tegundum sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 199 -2001. Skýrslan var unnin af Orion ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni verið lífseig meðal almennings undanfarin ár. "Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það." Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki marktækur munur á meiðslum ökumanna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á viðkomandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. "Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt tölfræðin bendi til annars." Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þessara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll öryggismörk í árekstrum. "Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skildinginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka."
Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira