Innlent

Þrír í tveggja ára fangelsi

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir skrifar
Húsið sem kveikt var í. Þrír menn kveiktu í heimili manns sem þeir segja hafa skuldað þeim haglabyssu.
Húsið sem kveikt var í. Þrír menn kveiktu í heimili manns sem þeir segja hafa skuldað þeim haglabyssu.
Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þremur mönnum sem kveiktu í íbúðarhúsi í Laugardal í júlí á síðasta ári. Húsráðendur, maður og kona, voru inni í íbúðinni þegar kveikt var í.

Mennirnir þrír voru sakfelldir fyrir brennu með því að hafa sparkað upp útidyrahurð og hellt tíu lítrum af bensíni í anddyri hússins og á tröppur og veggi utandyra sem þeir kveiktu síðan í. Taldi dómurinn að mennirnir hefðu hlotið að sjá að bersýnilegur lífsháski og almannahætta væri af verknaðinum.

Sakborningarnir þrír segjast hafa átt sökótt við húsráðanda vegna þess að hann hafi skuldað þeim haglabyssu. Sérstaklega hafi hann átt í útistöðum við einn þeirra og skotið á hann. Morguninn sem íkveikjan var gerð höfðu þremenningarnir verið við áfengis- og fíkniefnaneyslu á heimili eins þeirra, að sögn sakborninganna. Þá hafi húsráðandi komið til tals og þeir ákveðið að kveikja í utan við hús hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×