Fékk 16 milljónir
Íslenska lottóið færði einum Íslendingi jólagjöf í stærri kantinum í gærkvöld. Aðeins einn var með allar tölur réttar og fær fyrsta vinning óskiptan eða réttar 16 milljónir króna. Fjórir voru með fjórar tölur og bónustöluna og fær hver þeirra hundrað og ellefu þúsund krónur. Lottótölur jólanna voru 3, 7, 10, 11, 29. Bónustalan var 21.