Þriðjungur nyti ekki skattalækkana 10. september 2004 00:01 Um 35 prósent atvinnubærra Íslendinga borguðu engan tekjuskatt við síðustu álagningu og njóta því ekki nýboðaðrar eins prósenta lækkunar tekjuskatts um áramót nema annað komi til svo sem hækkun persónuafsláttar eða barnabóta. Ekki er útlit fyrir slíkt samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tekjuskattslækkunin hefði hins vegar fært launþega með meðaltekjur 27 þúsund krónur meira í vasann á síðasta ári. Meðal Íslendingurinn hafði 2.636 þúsund krónur í árslaun árið 2003, eða sem nemur um 220 þúsund krónum á mánuði og miðað við óbreyttan persónuafslátt hefði eins prósentustiga lækkun tekjuskatts þýtt að ríkissjóður hefði skilað honum um 27 þúsund krónum á ári, eða 2.284 krónum á mánuði. Tekjuskattslækkunin um áramótin er liður í "allt að" fjögurra prósentustiga tekjuskattslækkun sem ákveðin var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2003. Sú skattalækkun er mjög í anda kosningastefnuskrár Sjálfstæðisflokksins. Eftir því sem næst verður komist á eftir að útfæra flest önnur atriði en eins prósents tekjuskattslækkunina, meðal annars vegna veikinda fráfarandi forsætisráðherra. Framsóknarmaður sem stendur formanni flokks síns nærri sagði í gær að enginn hagfræðingur mælti nú með frekari skattalækkunum - í bili að minnsta kosti. Nánir samherjar Davíðs Oddssonar segja hins vegar að hvað sem nú verði, muni Sjálfstæðismenn aldrei ganga til kosninga eftir tvö og hálft ár án þess að standa við skattalækkanaloforðin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur hins vegar við ríkisstjórnarforystu í næstu viku en áherslur hans flokks og Sjálfstæðisflokksins eru nokkuð ólíkar í skattamálum. Varnaglinn "allt að" og tenging tekjuskattslækkana við kjarasamninga sem finna má í stjórnarsáttmálanum virðast þannig ættuð úr kosningastefnuskrá B-listans. Framsóknarmenn hafa svo lagt áherslu á að auka beinan stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og draga áfram úr tekjutengingu þeirra. Búast má við því að flokkarnir muni takast á um hvað verði ofan á í þessum efnum enda ljóst að svigrúm hefur minnkað vegna nýjustu bölsýnis-spádóma í efnahagsmálum. Fyrirheit um lækkun erfðafjárskatts er að mestu komið til framkvæmda en eftir stendur eignaskattur og virðisaukaskattur. Þær lækkanir virðast á leiðinni í salt, í bili. Þó verður skipuð nefnd á allra næstu dögum til að fara ofan í virðisaukaskattsmálin í samræmi við stjórnarsáttmálann. Orðalag stjórnarsáttmálans um þetta er afar loðið enda ágreiningur um málið í ríkisstjórninni eins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra viðurkenndi á mánudag. Helmingslækkun matarskattarins sem Sjálfstæðismenn lofuðu virðist altént ekki vera innan seilingar, hvað sem síðar verður. Eftir stendur þá eins prósentustiga tekjuskattslækkunin sem stór hluti þjóðarinnar mun að óbreyttu ekkert græða á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Um 35 prósent atvinnubærra Íslendinga borguðu engan tekjuskatt við síðustu álagningu og njóta því ekki nýboðaðrar eins prósenta lækkunar tekjuskatts um áramót nema annað komi til svo sem hækkun persónuafsláttar eða barnabóta. Ekki er útlit fyrir slíkt samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tekjuskattslækkunin hefði hins vegar fært launþega með meðaltekjur 27 þúsund krónur meira í vasann á síðasta ári. Meðal Íslendingurinn hafði 2.636 þúsund krónur í árslaun árið 2003, eða sem nemur um 220 þúsund krónum á mánuði og miðað við óbreyttan persónuafslátt hefði eins prósentustiga lækkun tekjuskatts þýtt að ríkissjóður hefði skilað honum um 27 þúsund krónum á ári, eða 2.284 krónum á mánuði. Tekjuskattslækkunin um áramótin er liður í "allt að" fjögurra prósentustiga tekjuskattslækkun sem ákveðin var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2003. Sú skattalækkun er mjög í anda kosningastefnuskrár Sjálfstæðisflokksins. Eftir því sem næst verður komist á eftir að útfæra flest önnur atriði en eins prósents tekjuskattslækkunina, meðal annars vegna veikinda fráfarandi forsætisráðherra. Framsóknarmaður sem stendur formanni flokks síns nærri sagði í gær að enginn hagfræðingur mælti nú með frekari skattalækkunum - í bili að minnsta kosti. Nánir samherjar Davíðs Oddssonar segja hins vegar að hvað sem nú verði, muni Sjálfstæðismenn aldrei ganga til kosninga eftir tvö og hálft ár án þess að standa við skattalækkanaloforðin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur hins vegar við ríkisstjórnarforystu í næstu viku en áherslur hans flokks og Sjálfstæðisflokksins eru nokkuð ólíkar í skattamálum. Varnaglinn "allt að" og tenging tekjuskattslækkana við kjarasamninga sem finna má í stjórnarsáttmálanum virðast þannig ættuð úr kosningastefnuskrá B-listans. Framsóknarmenn hafa svo lagt áherslu á að auka beinan stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og draga áfram úr tekjutengingu þeirra. Búast má við því að flokkarnir muni takast á um hvað verði ofan á í þessum efnum enda ljóst að svigrúm hefur minnkað vegna nýjustu bölsýnis-spádóma í efnahagsmálum. Fyrirheit um lækkun erfðafjárskatts er að mestu komið til framkvæmda en eftir stendur eignaskattur og virðisaukaskattur. Þær lækkanir virðast á leiðinni í salt, í bili. Þó verður skipuð nefnd á allra næstu dögum til að fara ofan í virðisaukaskattsmálin í samræmi við stjórnarsáttmálann. Orðalag stjórnarsáttmálans um þetta er afar loðið enda ágreiningur um málið í ríkisstjórninni eins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra viðurkenndi á mánudag. Helmingslækkun matarskattarins sem Sjálfstæðismenn lofuðu virðist altént ekki vera innan seilingar, hvað sem síðar verður. Eftir stendur þá eins prósentustiga tekjuskattslækkunin sem stór hluti þjóðarinnar mun að óbreyttu ekkert græða á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira