Ábyrgðarleysi að útiloka ESB-aðild 10. september 2004 00:01 "Sá dagur kann að koma að við sjáum hagsmunum okkar best borgið innandyra í Evrópusambandinu". Þetta sagði Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins í síðustu ræðu sinni sem utanríkisráðherra á fundi þingflokks og landstjórnar flokksins í Borgarnesi í gær. "Ég hef ekki sagt hvenær, en ég veit að við verðum að fara í þessa vinnu og við Framsóknarmenn eigum að hafa forystu í þeim efnum". Halldór sagði það ábyrgðarleysi að útiloka aðild að ESB, það væri "bara hluti af framtíðinni að ræða þetta", hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. "Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum". Halldór nefndi sérstaklega reynslu Norðmanna sem víti til varnaðar; þeir hefðu tvisvar samið um aðild án nægs undirbúnings og aðildarsamningar síðan verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Við megum ekki lenda í sömu sporum og Norðmenn. Við værum að bregðast hlutverki okkar í stjórnmálum ef við neituðum möguleikanum á að sækja um." Halldór sagði að opin og víðtæk umræða yrði að vera í þjóðfélaginu og síðan þyrfti að vega og meta á yfirvegaðan hátt kosti þess að gerast aðili. Utanríkisráðherra dró ekkert úr gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og líkti henni á ný við "nýlendustefnu". Athygli vakti að Halldór vék í veigamiklum atriðum frá skrifuðum texta í ræðu sinni í Borgarnesi og hnykkti mjög á orðum sínum um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Með orðum sínum í Borgarnesi vill utanríkisráðherra bersýnilega slá á fullyrðingar um sinnaskipti í Evrópumálunum eins og stjórnarandstaðan hefur sakað hann um eftir ræðu hans á Akureyri á miðvikudag. En hafa meintar misjafnar áherslur utanríkisráðherra í opinberum málflutningi undanfarið ekki boðið upp á ólíkar túlkanir? "Ég hef aldrei útilokað aðild að Evrópusambandinu, það er bara röng túlkun á mínum orðum" sagði Halldór Ásgrímsson í viðtali við Fréttablaðið. "Hins vegar verða menn að átta sig á að aðild að Evrópusambandinu er ekkert einfalt mál og sjálfsagt. Það blasa við mjög mörg úrlausnarefni sem skipta miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og því verður ekki komist hjá því að tala um þau eins og þau eru." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
"Sá dagur kann að koma að við sjáum hagsmunum okkar best borgið innandyra í Evrópusambandinu". Þetta sagði Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins í síðustu ræðu sinni sem utanríkisráðherra á fundi þingflokks og landstjórnar flokksins í Borgarnesi í gær. "Ég hef ekki sagt hvenær, en ég veit að við verðum að fara í þessa vinnu og við Framsóknarmenn eigum að hafa forystu í þeim efnum". Halldór sagði það ábyrgðarleysi að útiloka aðild að ESB, það væri "bara hluti af framtíðinni að ræða þetta", hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. "Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum". Halldór nefndi sérstaklega reynslu Norðmanna sem víti til varnaðar; þeir hefðu tvisvar samið um aðild án nægs undirbúnings og aðildarsamningar síðan verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Við megum ekki lenda í sömu sporum og Norðmenn. Við værum að bregðast hlutverki okkar í stjórnmálum ef við neituðum möguleikanum á að sækja um." Halldór sagði að opin og víðtæk umræða yrði að vera í þjóðfélaginu og síðan þyrfti að vega og meta á yfirvegaðan hátt kosti þess að gerast aðili. Utanríkisráðherra dró ekkert úr gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og líkti henni á ný við "nýlendustefnu". Athygli vakti að Halldór vék í veigamiklum atriðum frá skrifuðum texta í ræðu sinni í Borgarnesi og hnykkti mjög á orðum sínum um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Með orðum sínum í Borgarnesi vill utanríkisráðherra bersýnilega slá á fullyrðingar um sinnaskipti í Evrópumálunum eins og stjórnarandstaðan hefur sakað hann um eftir ræðu hans á Akureyri á miðvikudag. En hafa meintar misjafnar áherslur utanríkisráðherra í opinberum málflutningi undanfarið ekki boðið upp á ólíkar túlkanir? "Ég hef aldrei útilokað aðild að Evrópusambandinu, það er bara röng túlkun á mínum orðum" sagði Halldór Ásgrímsson í viðtali við Fréttablaðið. "Hins vegar verða menn að átta sig á að aðild að Evrópusambandinu er ekkert einfalt mál og sjálfsagt. Það blasa við mjög mörg úrlausnarefni sem skipta miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og því verður ekki komist hjá því að tala um þau eins og þau eru."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira