Símafyrirtæki fá samkeppni 9. nóvember 2004 00:01 Hugbúnaðarfyrirtæki horfa til þess að færa út kvíarnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjónustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusambandsins um áramót. Símafyrirtækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á samkeppni auk þess að ógna veldi farsímanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-símkerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að endurskilgreina fyrirtækið sem símafélag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. "Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu," sagði hann og bætti við að flutningur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. "Það gæti samt verið einhver virðisaukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu," sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starfsemi fyrirtækisins. "Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar." Í kynningarriti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um talsímaþjónustu með IP-tækni er sagt líklegt að kvaðir verði lagðar á fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefnastjóri á fjarskipta- og póstþjónustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé útspils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjónustu. "Síðan er búist við Evrópusambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit fjarskiptastofnana Evrópu." Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar símaþjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. "Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskiptanetið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað," segir hann. Um leið bendir Ársæll á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, "svo sem síma, gagnaflutningi og sjónvarpi". Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtæki horfa til þess að færa út kvíarnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjónustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusambandsins um áramót. Símafyrirtækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á samkeppni auk þess að ógna veldi farsímanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-símkerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að endurskilgreina fyrirtækið sem símafélag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. "Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu," sagði hann og bætti við að flutningur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. "Það gæti samt verið einhver virðisaukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu," sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starfsemi fyrirtækisins. "Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar." Í kynningarriti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um talsímaþjónustu með IP-tækni er sagt líklegt að kvaðir verði lagðar á fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefnastjóri á fjarskipta- og póstþjónustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé útspils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjónustu. "Síðan er búist við Evrópusambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit fjarskiptastofnana Evrópu." Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar símaþjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. "Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskiptanetið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað," segir hann. Um leið bendir Ársæll á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, "svo sem síma, gagnaflutningi og sjónvarpi".
Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent