Fyrrum forstjóri SÍF fyrir dómi 9. nóvember 2004 00:01 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Erni Kristjánssyni, fyrrverandi endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna og fyrrum forstjóra SÍF, fór fram í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrr á árinu var framkvæmdastjóri sjóðsins dæmdur til refsingar fyrir stórfelldan fjárdrátt og er Gunnar Örn sakaður um refsiverða vanrækslu í starfi sínu sem endurskoðandi. Ekki er þó sjálfgefið að Gunnar verði sakfelldur fyrir brot sín en hann hefur staðfastlega neitað því að hafa hafst nokkuð rangt að. Tryggingasjóðurinn tæmdur Tryggingasjóður lækna var stofnsettur á fimmta áratugnum. Síðla árs 2002 kom í ljós að 80 milljónir króna vantaði í sjóðinn og játaði framkvæmdastjóri hans að hafa dregið sér stærstan hluta fjárins síðustu tíu árin á undan. Ákveðið var snemma árs 2003 að leysa sjóðinn upp enda rekstrarforsendur hans með öllu brostnar. Margir læknar hafa orðið fyrir verulegum lífeyrisskerðingum vegna sjóðþurrðarinnar. Síðastliðið sumar var Lárus dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistarf fyrir fjárdrátt og bókhaldssvik. Auk þess sem honum var gert að greiða til baka rúmar 47,5 milljónir króna til viðbótar við þær 27,6 milljónir sem hann var þegar búinn endurgreiða. Í maí var Gunnar Örn hins vegar ákærður fyrir alvarlega vanrækslu í starfi sínu sem löggiltur endurskoðandi. Eftir endurskoðun fyrir árin 1992-2000 veitti hann ársreikningum sjóðsins áritun án fyrirvara og með yfirlýsingu um að þeir gæfu glögga mynd af efnahag og breytingu á eign sjóðsins án þess að hafa aflað fullnægjandi gagna. Gunnar Örn hætti óvænt störfum hjá SÍF snemma á þessu ári en starfslokasamningur hans kveður á um að hann haldi fullum launum fram á mitt árið 2007. Sakborningur bítur frá sér Við réttarhaldið í gær lýsti Gunnar Örn því hvernig hann hefði grunlaus endurskoðað bókhald Tryggingasjóðsins í öll þessi ár. Hann benti á að ársuppgjör og bókhald hefði verið unnið af framkvæmdastjóranum Lárusi Halldórssyni og ársreikningur undirritaður af stjórn sjóðsins áður en sér hefði borist hann í hendur. Saksóknari sótti nokkuð að Gunnari fyrir að hafa ekki kannað gögn sjóðsins á nægilega sjálfstæðan hátt. Gunnar svaraði af fullum krafti og sagðist hafa farið ofan í saumana á bókhaldinu á nákvæmari hátt en almennt er gert, til dæmis með því að skoða allar eignir og öll ný skuldabréf sjóðfélaga. Þessu til viðbótar sagðist Gunnar hafa tekið stikkprufur af iðgjaldagreiðslum sjóðfélaga en saksóknari benti á að Gunnar hefði í lögregluyfirheyrslum sagt að hann hefði ekki kannað þetta. Því vísaði Gunnar á bug, saksóknara til nokkurrar undrunar. Hvorki deilt um félagsskap né falsanir Ekkert bendir til að að Gunnar hafi hagnast á brotum Lárusar og því hefur getum verið að því leitt að meint yfirsjón Gunnars hafi stafað af vinarþeli hans í garð Lárusar. Gunnar sagði þá Lárus hvorki vini né kunningja og að þeir hefði engin persónuleg samskipti haft utan vinnu. Lárus staðfesti þetta við réttarhaldið í gær enda þótt hann hefði sagt við yfirheyrslur að Gunnar hefði áritað reikningana vegna gamallar vináttu. En hvernig stóð þá á því að Gunnari Erni yfirsást að tugir milljóna vantaði í sjóðina? Það var útskýrt með því að í krafti endurskoðandamenntunar sinnar hefði Lárusi tekist að fela fjárdráttinn svo vandlega að Gunnari var ókleift að koma auga á hann. Þannig voru verðbréfalistar falsaðir, ávöxtun ýkt svo um munaði og hafði Lárus meira að segja fengið spariskírteini að láni frá öðrum, breytt nafninu á þeim og sýnt Gunnari ljósritin. Þetta játaði Lárus greiðlega við vitnaleiðslurnar í gær. Vitni gerð ótrúverðug Ákæruvaldið kallaði nokkur vitni til réttarhaldsins í gær, meðal annars sérfræðinga frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og Árna Tómasson, endurskoðanda og fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbankans. Sérfræðingarnir frá Grant Thornton sögðu að augljóst að fiktað hefði verið við bókhaldsgögn og ef endurskoðandi sjóðsins hefði leitað gagna frá þriðja aðila hefði hann getað komið auga á misræmið. Verjandi Gunnars Arnar, Kristinn Bjarnason hrl., gagnrýndi sérfræðinga Grant Thornton aftur á móti fyrir að hafa eingöngu stuðst við vinnugögn Gunnars Arnar í rannsókn sinni. Þar fyrir utan hefði fyrirtækið unnið ársreikning fyrir Tryggingasjóð lækna nokkrum misserum áður þannig að hlutleysi þess mætti draga í efa. Árni Tómasson, sem var ríkislögreglustjóra til ráðgjafar í málinu, hafði áður lýst því yfir að hann teldi að rétt væri að láta reyna á ábyrgð endurskoðanda Tryggingsjóðs lækna þar sem að svo virtist að hann hefði ekki fylgt góðri endurskoðendavenju. Verjandi Gunnars átaldi aftur á móti Árna fyrir að hafa eingöngu lesið gögn ríkislögreglustjóra við vinnu sína en ekki litið á vinnugögn Gunnars. Auk þess freistaði hann að draga trúverðugleika vitnisins í efa með því að benda á að dóttir Árna væri tengdadóttir læknis sem ætti í málaferlum við Tryggingasjóð lækna vegna skerðingar á lífeyrisréttindum. Fordæmi fyrir sakfellingu Búast má við að dómur í málinu verði kveðinn upp innan tíðar og verður forvitnilegt að sjá hvort Gunnar Örn Kristjánsson verður sakfelldur fyrir meint afglöp sín eður ei. Ekki eru mörg dæmi um að endurskoðendur séu látnir sæta ábyrgð vegna fjárdráttar starfsmanna þeirra fyrirtækja sem þeir skoða. Þó var endurskoðunarskrifstofan PricewaterhouseCoopers sakfelld í Hæstarétti vegna fjárdráttar gjaldkera Nathans og Olsen fyrir nokkrum árum síðan þannig að fordæmin eru vissulega fyrir hendi. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Erni Kristjánssyni, fyrrverandi endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna og fyrrum forstjóra SÍF, fór fram í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrr á árinu var framkvæmdastjóri sjóðsins dæmdur til refsingar fyrir stórfelldan fjárdrátt og er Gunnar Örn sakaður um refsiverða vanrækslu í starfi sínu sem endurskoðandi. Ekki er þó sjálfgefið að Gunnar verði sakfelldur fyrir brot sín en hann hefur staðfastlega neitað því að hafa hafst nokkuð rangt að. Tryggingasjóðurinn tæmdur Tryggingasjóður lækna var stofnsettur á fimmta áratugnum. Síðla árs 2002 kom í ljós að 80 milljónir króna vantaði í sjóðinn og játaði framkvæmdastjóri hans að hafa dregið sér stærstan hluta fjárins síðustu tíu árin á undan. Ákveðið var snemma árs 2003 að leysa sjóðinn upp enda rekstrarforsendur hans með öllu brostnar. Margir læknar hafa orðið fyrir verulegum lífeyrisskerðingum vegna sjóðþurrðarinnar. Síðastliðið sumar var Lárus dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistarf fyrir fjárdrátt og bókhaldssvik. Auk þess sem honum var gert að greiða til baka rúmar 47,5 milljónir króna til viðbótar við þær 27,6 milljónir sem hann var þegar búinn endurgreiða. Í maí var Gunnar Örn hins vegar ákærður fyrir alvarlega vanrækslu í starfi sínu sem löggiltur endurskoðandi. Eftir endurskoðun fyrir árin 1992-2000 veitti hann ársreikningum sjóðsins áritun án fyrirvara og með yfirlýsingu um að þeir gæfu glögga mynd af efnahag og breytingu á eign sjóðsins án þess að hafa aflað fullnægjandi gagna. Gunnar Örn hætti óvænt störfum hjá SÍF snemma á þessu ári en starfslokasamningur hans kveður á um að hann haldi fullum launum fram á mitt árið 2007. Sakborningur bítur frá sér Við réttarhaldið í gær lýsti Gunnar Örn því hvernig hann hefði grunlaus endurskoðað bókhald Tryggingasjóðsins í öll þessi ár. Hann benti á að ársuppgjör og bókhald hefði verið unnið af framkvæmdastjóranum Lárusi Halldórssyni og ársreikningur undirritaður af stjórn sjóðsins áður en sér hefði borist hann í hendur. Saksóknari sótti nokkuð að Gunnari fyrir að hafa ekki kannað gögn sjóðsins á nægilega sjálfstæðan hátt. Gunnar svaraði af fullum krafti og sagðist hafa farið ofan í saumana á bókhaldinu á nákvæmari hátt en almennt er gert, til dæmis með því að skoða allar eignir og öll ný skuldabréf sjóðfélaga. Þessu til viðbótar sagðist Gunnar hafa tekið stikkprufur af iðgjaldagreiðslum sjóðfélaga en saksóknari benti á að Gunnar hefði í lögregluyfirheyrslum sagt að hann hefði ekki kannað þetta. Því vísaði Gunnar á bug, saksóknara til nokkurrar undrunar. Hvorki deilt um félagsskap né falsanir Ekkert bendir til að að Gunnar hafi hagnast á brotum Lárusar og því hefur getum verið að því leitt að meint yfirsjón Gunnars hafi stafað af vinarþeli hans í garð Lárusar. Gunnar sagði þá Lárus hvorki vini né kunningja og að þeir hefði engin persónuleg samskipti haft utan vinnu. Lárus staðfesti þetta við réttarhaldið í gær enda þótt hann hefði sagt við yfirheyrslur að Gunnar hefði áritað reikningana vegna gamallar vináttu. En hvernig stóð þá á því að Gunnari Erni yfirsást að tugir milljóna vantaði í sjóðina? Það var útskýrt með því að í krafti endurskoðandamenntunar sinnar hefði Lárusi tekist að fela fjárdráttinn svo vandlega að Gunnari var ókleift að koma auga á hann. Þannig voru verðbréfalistar falsaðir, ávöxtun ýkt svo um munaði og hafði Lárus meira að segja fengið spariskírteini að láni frá öðrum, breytt nafninu á þeim og sýnt Gunnari ljósritin. Þetta játaði Lárus greiðlega við vitnaleiðslurnar í gær. Vitni gerð ótrúverðug Ákæruvaldið kallaði nokkur vitni til réttarhaldsins í gær, meðal annars sérfræðinga frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og Árna Tómasson, endurskoðanda og fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbankans. Sérfræðingarnir frá Grant Thornton sögðu að augljóst að fiktað hefði verið við bókhaldsgögn og ef endurskoðandi sjóðsins hefði leitað gagna frá þriðja aðila hefði hann getað komið auga á misræmið. Verjandi Gunnars Arnar, Kristinn Bjarnason hrl., gagnrýndi sérfræðinga Grant Thornton aftur á móti fyrir að hafa eingöngu stuðst við vinnugögn Gunnars Arnar í rannsókn sinni. Þar fyrir utan hefði fyrirtækið unnið ársreikning fyrir Tryggingasjóð lækna nokkrum misserum áður þannig að hlutleysi þess mætti draga í efa. Árni Tómasson, sem var ríkislögreglustjóra til ráðgjafar í málinu, hafði áður lýst því yfir að hann teldi að rétt væri að láta reyna á ábyrgð endurskoðanda Tryggingsjóðs lækna þar sem að svo virtist að hann hefði ekki fylgt góðri endurskoðendavenju. Verjandi Gunnars átaldi aftur á móti Árna fyrir að hafa eingöngu lesið gögn ríkislögreglustjóra við vinnu sína en ekki litið á vinnugögn Gunnars. Auk þess freistaði hann að draga trúverðugleika vitnisins í efa með því að benda á að dóttir Árna væri tengdadóttir læknis sem ætti í málaferlum við Tryggingasjóð lækna vegna skerðingar á lífeyrisréttindum. Fordæmi fyrir sakfellingu Búast má við að dómur í málinu verði kveðinn upp innan tíðar og verður forvitnilegt að sjá hvort Gunnar Örn Kristjánsson verður sakfelldur fyrir meint afglöp sín eður ei. Ekki eru mörg dæmi um að endurskoðendur séu látnir sæta ábyrgð vegna fjárdráttar starfsmanna þeirra fyrirtækja sem þeir skoða. Þó var endurskoðunarskrifstofan PricewaterhouseCoopers sakfelld í Hæstarétti vegna fjárdráttar gjaldkera Nathans og Olsen fyrir nokkrum árum síðan þannig að fordæmin eru vissulega fyrir hendi.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira