Innlent

Marco fær ekki dóttur sína

Hæstiréttur Íslands dæmdi í gær í máli ítalska fréttamannsins Marcos Brancaccia gegn Snæfríði Baldvinsdóttur, sem hann sakar um að hafa numið dóttur þeirra ólöglega á brott frá Mexíkó. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að samkomulag hefði verið milli Snæfríðar og Marcos um að dóttir þeirra yrði aðeins um skamma hríð í Mexíkó. Niðurstaðan er byggð á tölvupóstsendingu. Niðurstaðan er byggð á tölvupóstsendingu. Marco gagnrýnir íslenskt réttarkerfi harðlega í helgarblaði DV í dag og segir að dómstólarnir hafi úrskurðað fjórum sinnum í málinu og komist að fjórum mismunandi niðurstöðum sem allar eru honum í óhag. Ekkert samkomulag hafi verið um að dóttirin myndi búa á Íslandi og fáránlegt sé að dæma á grundvelli tölvupóstskeytis í slíku máli. Hann hyggst fara með málið fyrir Evrópudómstólinn. Meira um málið í helgarblaði DV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×