Engin samkeppni án Íbúðalánasjóðs 27. ágúst 2004 00:01 Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi verði vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bankarnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 prósent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveðið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósent vexti. "Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu," segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúðalánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamarkaði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. "Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bankanna verið að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna," segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalánasjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki tilvist Íbúðalánasjóðs. "Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein afleiðing af tvennu; endurskipulagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okkur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins," segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins vegar ekki markmið að Íbúðalánasjóður haldi svo hárri markaðshlutdeild sem hingað til. "Þvert á móti þá er þetta mjög ánægjuleg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli," segir Hallur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi verði vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bankarnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 prósent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveðið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósent vexti. "Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu," segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúðalánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamarkaði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. "Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bankanna verið að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna," segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalánasjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki tilvist Íbúðalánasjóðs. "Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein afleiðing af tvennu; endurskipulagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okkur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins," segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins vegar ekki markmið að Íbúðalánasjóður haldi svo hárri markaðshlutdeild sem hingað til. "Þvert á móti þá er þetta mjög ánægjuleg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli," segir Hallur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira