Viðskipti innlent

Óskar hættur hjá Og Vodafone

Samkomulag hefur orðið á milli Óskars Magnússonar, forstjóra Og Vodafone (Og fjarskipta hf.), og stjórnar félagsins um að Óskar láti af störfum forstjóra. Í samkomulaginu felst meðal annars að Óskar verði nýrri stjórn félagsins til ráðuneytis eftir þörfum til áramóta. Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Og Vodafone, mun gegna starfi forstjóra tímabundið. Í fréttatilkynningu frá Og Vodone segir að Óskar Magnússon hafi tekið við starfi forstjóra Íslandssíma í árslok 2001. Um það leiti hófst undirbúningur að víðtækum samruna þeirra félaga sem leiddu samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Sú vinna leiddi til samruna Íslandssíma og Halló í ágúst 2002 og síðar kaupum á öllum hlutabréfum í Tali í október og nóvember sama ár. Í apríl 2003 var síðan tilkynnt um nýtt nafn sameinað félags undir merkjum Og Vodafone. Í tilkynngu frá Og Vodafone er Óskari þakkað fyrir vel unnin störf á umbrotatímum. Þá segir að ásíðastliðnum tveimur árum hafi orðið til traust og öflugt fjarskiptafélag sem sé nú vel í stakk búið til að tryggja samkeppni á fjarskiptamarkaði, skila eigendum góðum arði og viðskiptavinum hagstæðum kjörum. Stjórn Og Vodafone





Fleiri fréttir

Sjá meira


×