Innlent

Stjórnarandstaðan vinnur saman

Stjórnarandstaðan ætlar að vinna nánar saman í vetur en dæmi eru um áður og veita ríkisstjórninni harða andstöðu. Formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin sé orðin spillt og troði lýðræðið í landinu fótum. Stjórnarandstaðan ætlar að stilla saman strengi sína í vetur. Hún segir að þess muni helst sjá merki í skipulagðari og samstilltari vinnubrögðum, og umfram allt í öflugri stjórnarandstöðu. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þetta engan veginn vísbendingu um að flokkarnir verði sammála í öllum málum, en að þeir eigi samleið í ákveðnum málum, og þeir ætla meðal annars í þingbyrjun að leggja til saman að Ísland verði tekið af lista hinna staðföstu þjóða sem studdu innrás Bandaríkjamanna í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×