Innlent

Unnið áfram í frumvarpinu í dag

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ekki sé búið að ná samkomulagi um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu og þess vegna hafi ríkisstjórnarfundinum, sem hófst klukkan 14 í dag í Stjórnarráðinu, verið slitið skyndilega. Eins og greint hefur verið frá gengu ráðherrar Framsóknarflokksins af fundinum eftir að hann hafði staðið yfir í aðeins fimmtán mínútur.   Utanríkisráðherra segir að unnið verði áfram í málinu í dag en vill ekki fullyrða hvort niðurstaða fáist í málinu síðar í dag. Hann vildi heldur ekki tjá sig um á hverju frumvarpið strandar. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki tjá sig um það sem fram fór á fundinum.    Hægt er að hlusta á frétt Bylgjunnar af málinu, þar sem fréttamaður talar m.a. beint frá Stjórnarráðinu, með því að smella á hlekkinn í fréttayfirlitinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×