Bullandi ágreiningur segir Össur 2. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir bullandi ágreining vera á milli stjórnarflokkanna um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna eftir að ráðherrar Framsóknarflokksins yfirgáfu skyndilega ríkisstjórnarfund, aðeins fimmtán mínútum eftir að hann hófst í Stjórnarráðinu, klukkan rúmlega tvö í dag. Össur segir bersýnilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stillt Framsóknarflokknum upp við vegg sem sé gamalkunnugt munstur. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós „hversu langt sjálfstæðismenn komist með Framsóknarflokkinn,“ segir Össur og bætir við að þær reglur sem ríkisstjórnin deili um séu að öllum líkindum brot á stjórnarskránni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfundinn að ekki væri enn búið að ná samkomulagi um frumvarpið og þess vegna hefði ríkisstjórnarfundinum verið slitið skyndilega, en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu eftir í fundarherberginu. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ágreiningur stjórnarflokkanna um frumvarpið sé ekki verulegur og ekki beri mikið í milli um efnisatriði þess, þ. á m. um þátttökulágmark í atkvæðagreiðslunni. Davíð segðist ennfremur ekki búast við nýjum ríkisstjórnarfundi fyrr en í fyrramálið. Eins og greint hefur verið frá gengu ráðherrar Framsóknarflokksins af fundinum eftir að hann hafði staðið yfir í aðeins fimmtán mínútur. Haft var eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í fréttum Bylgjunnar klukkan 15 að áfram yrði unnið í málinu en hann vildi ekki fullyrða um það hvort niðurstaða fengist í málið síðar í dag. Hann vildi heldur ekki tjá sig um það hver væri helsti ásteytingarsteinninn í tengslum við frumvarpið en stjórnarflokkana greinir á um að hvaða marki eigi að setja skilyrði um lágmark þeirra atkvæðisbærra manna sem þurfi til að fella fjölmiðlalögin úr gildi. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, sem spilað var í fréttum Bylgjunnar klukkan 17 með því að smella á hlekkinn í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir bullandi ágreining vera á milli stjórnarflokkanna um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna eftir að ráðherrar Framsóknarflokksins yfirgáfu skyndilega ríkisstjórnarfund, aðeins fimmtán mínútum eftir að hann hófst í Stjórnarráðinu, klukkan rúmlega tvö í dag. Össur segir bersýnilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stillt Framsóknarflokknum upp við vegg sem sé gamalkunnugt munstur. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós „hversu langt sjálfstæðismenn komist með Framsóknarflokkinn,“ segir Össur og bætir við að þær reglur sem ríkisstjórnin deili um séu að öllum líkindum brot á stjórnarskránni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfundinn að ekki væri enn búið að ná samkomulagi um frumvarpið og þess vegna hefði ríkisstjórnarfundinum verið slitið skyndilega, en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu eftir í fundarherberginu. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ágreiningur stjórnarflokkanna um frumvarpið sé ekki verulegur og ekki beri mikið í milli um efnisatriði þess, þ. á m. um þátttökulágmark í atkvæðagreiðslunni. Davíð segðist ennfremur ekki búast við nýjum ríkisstjórnarfundi fyrr en í fyrramálið. Eins og greint hefur verið frá gengu ráðherrar Framsóknarflokksins af fundinum eftir að hann hafði staðið yfir í aðeins fimmtán mínútur. Haft var eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í fréttum Bylgjunnar klukkan 15 að áfram yrði unnið í málinu en hann vildi ekki fullyrða um það hvort niðurstaða fengist í málið síðar í dag. Hann vildi heldur ekki tjá sig um það hver væri helsti ásteytingarsteinninn í tengslum við frumvarpið en stjórnarflokkana greinir á um að hvaða marki eigi að setja skilyrði um lágmark þeirra atkvæðisbærra manna sem þurfi til að fella fjölmiðlalögin úr gildi. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, sem spilað var í fréttum Bylgjunnar klukkan 17 með því að smella á hlekkinn í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira