Skagaströnd: Stórútgerðarstaður við austanverðan Húnaflóa.
Eldra heiti: Höfðakaupstaður.
Aukaheiti: Kántrýbær.
Bæjarfjall: Spákonufell, 646 m.
Íbúafjöldi 585 (í Höfðahreppi).
Fortíð: Var kauphöfn á tímum einokunar og fram undir 1900.
Þekktasti íbúinn: Kántríkóngurinn Hallbjörn Hjartarson fyrir að hefja sveitatónlist til vegs og virðingar, halda hátíðir, reka veitingastað og útvarpsstöð, allt undir merkjum kántrís.
Gott að vita: Gott tjaldstæði er á Skagaströnd.
