Rokk í Reykjavík 19. október 2004 08:00 Iceland Airwaves-hátíðin var fyrst haldin árið 1999. Þá voru rétt rúmlega þúsund manns samankomnir eina kvöldstund í Flugskýli fjögur á Reykjavíkurflugvelli og hlustuðu á leik þriggja erlendra hljómsveita og fjögurra íslenskra. Nú, fimm árum síðar, stendur hátíðin í fimm daga, hún er haldin á sex stöðum í miðborg Reykjavíkur og fram koma 137 hljómsveitir, sólóistar og plötusnúðar. Meirihlutinn er íslenskur en 22 koma utan úr heimi. Þorri gesta í flugskýlinu forðum var íslenskur en nú hafa yfir þúsund útlendingar keypt sér miða í gegnum söluskrifstofur Icelandair austan hafs og vestan og viðbúið að enn fleiri hafi komið til landsins á eigin vegum og fest sér miða á Íslandi. Von er á um 150 fjölmiðlamönnum, sem er talsverð aukning frá því sem var í fyrra. Magnús Oddsson ferðamálastjóri er ánægður með tónlistarveisluna enda kærkomin viðbót við annað sem laðar útlendinga til landsins. "Alllir viðburðir eru góðir, ekki síst þeir sem haldnir eru utan háannatíma." Magnús segir erfitt að meta sérstaklega gagnsemi landkynningarinnar sem af Iceland Airwaves hlýst enda koma yfir átta hundruð blaðamenn til landsins á ári hverju og skrif þeirra renna oft saman við annað. "Við höfum hins vegar ekki séð þess merki að tónlistin ein og sér dragi fólk til Íslands. Þegar við spyrjum erlenda gesti hvers vegna þeir komu til landsins er það langoftast vegna náttúrunnar. Við eigum enn eftir að sjá það svart á hvítu að tónlist hafi þar eitthvað að segja, en sá dagur kann að koma," segir Magnús.Þróast frá ári til árs Fyrirtækið Hr. Örlygur annast framkvæmd Iceland Airwaves en Icelandair og Reykjavíkurborg styðja myndarlega við bakið á hátíðinni. Í fyrra gekkst borgin við að leggja fimmtán milljónir króna til verkefnisins á fjórum árum og verðmæti framlags Icelandair er metið á um tíu milljónir á ári. Er það fólgið í farseðlum, kynningarstarfi og beinhörðum peningum. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi unir nokkuð glaður við sitt. Tvö þúsund og fimm hundruð miðar eru í boði og ógjörningur, eins og sakir standa, að fjölga þeim. "Við seljum í raun eins marga miða og við getum. Flugsæti og hótelherbergi bjóða ekki upp á mikið meira og það gæti skapast öngþveiti fyrir utan staðina ef gestirnir væru fleiri." Hann bendir á að góðir tónleikastaðir í miðborg Reykjavíkur séu ekki mjög margir en þeim hafi þó fjölgað og aðstaða batnað. Engu að síður er mikilvægt að þróa hátíðina frá ári til árs. "Hún þarf að verði betri í ár en í fyrra. Áhuginn dofnar ef boðið er upp á það sama og árið áður." Erfitt er að meta peningalega veltu Iceland Airwaves en hún er talsverð. Einföld margföldun á miðaverði (5.000) og gestafjölda (2.500) sýnir að tólf og hálf milljón fæst í kassann. En kostnaðurinn er mikill og víða liggja verðmæti sem erfitt er að meta í krónum og aurum. Þorsteinn segir sveiflurnar í afkomunni litlar. "Þetta hefur legið þægilega öðru hvoru megin við núllið. Það er aldrei mikill afgangur og aldrei rosalegt tap."Rokkborgin Reykjavík Þátttaka Icelandair í Iceland Airwaves stafar ekki bara af rokkáhuga stjórnenda félagsins. Hátíðin er liður í markaðssetningu Íslands, og þá sér í lagi Reykjavíkur, sem spennandi áfangastaðar utan háannatíma. "Við höfum unnið að þróun ímyndar Reykjavíkur sem hressilegrar og skemmtilegrar borgar með tengsl við náttúruna," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. "Liður í því er að búa til viðburði til að styrkja þessa ímynd. Við bæði auglýsum Iceland Airwaves sérstaklega og fáum umfjöllun í fjölmiðlum. Afraksturinn er því tvíþættur, annars vegar fáum við ferðamenn til að koma á hátíðina sjálfa og hins vegar er þetta tækifæri til að koma Íslandi og Reykjavík á framfæri í gegnum fjölmiðla." Guðjón segir árangurinn þegar góðan, umfjöllunin hafi verið mikil og að mestu jákvæð. "Reykjavík hefur orðið sterka ímynd sem borg áhugaverðrar tónlistar og þar er svo sem fleiru að þakka, t.d. Björk og Sigur Rós. En Iceland Airwaves þykir öðruvísi og sérkennileg og það er einmitt það sem við erum að sækjast eftir. Að auki hefur farþegafjöldinn vaxið með árunum og hátíðin hefur náð eyrum fólks utan Bandaríkjanna og Bretlands. Nú koma gestir einnig frá Skandinavíu, Þýskalandi og víðar af meginlandi Evrópu." Airwaves Innlent Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin var fyrst haldin árið 1999. Þá voru rétt rúmlega þúsund manns samankomnir eina kvöldstund í Flugskýli fjögur á Reykjavíkurflugvelli og hlustuðu á leik þriggja erlendra hljómsveita og fjögurra íslenskra. Nú, fimm árum síðar, stendur hátíðin í fimm daga, hún er haldin á sex stöðum í miðborg Reykjavíkur og fram koma 137 hljómsveitir, sólóistar og plötusnúðar. Meirihlutinn er íslenskur en 22 koma utan úr heimi. Þorri gesta í flugskýlinu forðum var íslenskur en nú hafa yfir þúsund útlendingar keypt sér miða í gegnum söluskrifstofur Icelandair austan hafs og vestan og viðbúið að enn fleiri hafi komið til landsins á eigin vegum og fest sér miða á Íslandi. Von er á um 150 fjölmiðlamönnum, sem er talsverð aukning frá því sem var í fyrra. Magnús Oddsson ferðamálastjóri er ánægður með tónlistarveisluna enda kærkomin viðbót við annað sem laðar útlendinga til landsins. "Alllir viðburðir eru góðir, ekki síst þeir sem haldnir eru utan háannatíma." Magnús segir erfitt að meta sérstaklega gagnsemi landkynningarinnar sem af Iceland Airwaves hlýst enda koma yfir átta hundruð blaðamenn til landsins á ári hverju og skrif þeirra renna oft saman við annað. "Við höfum hins vegar ekki séð þess merki að tónlistin ein og sér dragi fólk til Íslands. Þegar við spyrjum erlenda gesti hvers vegna þeir komu til landsins er það langoftast vegna náttúrunnar. Við eigum enn eftir að sjá það svart á hvítu að tónlist hafi þar eitthvað að segja, en sá dagur kann að koma," segir Magnús.Þróast frá ári til árs Fyrirtækið Hr. Örlygur annast framkvæmd Iceland Airwaves en Icelandair og Reykjavíkurborg styðja myndarlega við bakið á hátíðinni. Í fyrra gekkst borgin við að leggja fimmtán milljónir króna til verkefnisins á fjórum árum og verðmæti framlags Icelandair er metið á um tíu milljónir á ári. Er það fólgið í farseðlum, kynningarstarfi og beinhörðum peningum. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi unir nokkuð glaður við sitt. Tvö þúsund og fimm hundruð miðar eru í boði og ógjörningur, eins og sakir standa, að fjölga þeim. "Við seljum í raun eins marga miða og við getum. Flugsæti og hótelherbergi bjóða ekki upp á mikið meira og það gæti skapast öngþveiti fyrir utan staðina ef gestirnir væru fleiri." Hann bendir á að góðir tónleikastaðir í miðborg Reykjavíkur séu ekki mjög margir en þeim hafi þó fjölgað og aðstaða batnað. Engu að síður er mikilvægt að þróa hátíðina frá ári til árs. "Hún þarf að verði betri í ár en í fyrra. Áhuginn dofnar ef boðið er upp á það sama og árið áður." Erfitt er að meta peningalega veltu Iceland Airwaves en hún er talsverð. Einföld margföldun á miðaverði (5.000) og gestafjölda (2.500) sýnir að tólf og hálf milljón fæst í kassann. En kostnaðurinn er mikill og víða liggja verðmæti sem erfitt er að meta í krónum og aurum. Þorsteinn segir sveiflurnar í afkomunni litlar. "Þetta hefur legið þægilega öðru hvoru megin við núllið. Það er aldrei mikill afgangur og aldrei rosalegt tap."Rokkborgin Reykjavík Þátttaka Icelandair í Iceland Airwaves stafar ekki bara af rokkáhuga stjórnenda félagsins. Hátíðin er liður í markaðssetningu Íslands, og þá sér í lagi Reykjavíkur, sem spennandi áfangastaðar utan háannatíma. "Við höfum unnið að þróun ímyndar Reykjavíkur sem hressilegrar og skemmtilegrar borgar með tengsl við náttúruna," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. "Liður í því er að búa til viðburði til að styrkja þessa ímynd. Við bæði auglýsum Iceland Airwaves sérstaklega og fáum umfjöllun í fjölmiðlum. Afraksturinn er því tvíþættur, annars vegar fáum við ferðamenn til að koma á hátíðina sjálfa og hins vegar er þetta tækifæri til að koma Íslandi og Reykjavík á framfæri í gegnum fjölmiðla." Guðjón segir árangurinn þegar góðan, umfjöllunin hafi verið mikil og að mestu jákvæð. "Reykjavík hefur orðið sterka ímynd sem borg áhugaverðrar tónlistar og þar er svo sem fleiru að þakka, t.d. Björk og Sigur Rós. En Iceland Airwaves þykir öðruvísi og sérkennileg og það er einmitt það sem við erum að sækjast eftir. Að auki hefur farþegafjöldinn vaxið með árunum og hátíðin hefur náð eyrum fólks utan Bandaríkjanna og Bretlands. Nú koma gestir einnig frá Skandinavíu, Þýskalandi og víðar af meginlandi Evrópu."
Airwaves Innlent Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira