Sjóböð meira en sundið 19. október 2004 00:01 Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvernig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístingskaldri Nauthólsvík "Nístingskalt! Nei, nei," segir forsprakkinn, Benedikt Lafleur, sem stofnaði félagið í sumar. "Það er 11 gráður!" Og hann veifar hitamælinum glaðlega um leið og hann hverfur í djúpið ásamt tíu öðrum sem eru mættir þennan svala haustdag til að styrkja ónæmiskerfið og öðlast betri heilsu. "Við vissum til þess að menn voru að synda í sjónum víða um land," segir Benedikt þegar hann er kominn á land eftir hraustlegt sund langleiðina í Kópavog og til baka. "Áhuginn hefur farið mjög vaxandi svo mér fannst tími til kominn að stofna félag þannig að menn vissu nákvæmlega hvert þeir ættu að leita. Það stóð líka heima að um leið og við fórum að auglýsa fjölgaði mjög og nú eru um 40 manns viðloðandi félagið. Við hittumst einu sinni í viku og erum upp í klukkutíma í sjónum. Fólk þolir kuldann misvel en margir synda lengi um leið og þeir byrja og eru mjög fljótir að venjast kuldanum." Benedikt segir að sjósund snúist um fleira en að synda. "Fyrir utan hvað þetta styrkir ónæmiskerfið og er gott fyrir heilsuna er maður að vinna á óttanum. Ég var persónulega hræddur við sjóinn, þetta ókunna, djúpa, en eftir smátíma fer maður að líta þetta öðrum augum og elska sjóinn. Nú finn ég ekki lengur fyrir neinum ótta og finnst ég vera eitt með sjónum, sem er mjög góð tilfinning." Benedikt segist vita dæmi um að sjóböð hafi læknað menn af asma og ýmsum kvillum. Hann varar þó eindregið við því að fólk fari eitt af stað og segir að á heimasíðu Sjósundfélagsins sé að finna varúðarreglur sem æskilegt sé að fólk fylgi. "Ég vil samt fullyrða að allir geti þetta," segir hann og er eins og hendi sé veifað horfinn aftur á haf út. Heilsa Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvernig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístingskaldri Nauthólsvík "Nístingskalt! Nei, nei," segir forsprakkinn, Benedikt Lafleur, sem stofnaði félagið í sumar. "Það er 11 gráður!" Og hann veifar hitamælinum glaðlega um leið og hann hverfur í djúpið ásamt tíu öðrum sem eru mættir þennan svala haustdag til að styrkja ónæmiskerfið og öðlast betri heilsu. "Við vissum til þess að menn voru að synda í sjónum víða um land," segir Benedikt þegar hann er kominn á land eftir hraustlegt sund langleiðina í Kópavog og til baka. "Áhuginn hefur farið mjög vaxandi svo mér fannst tími til kominn að stofna félag þannig að menn vissu nákvæmlega hvert þeir ættu að leita. Það stóð líka heima að um leið og við fórum að auglýsa fjölgaði mjög og nú eru um 40 manns viðloðandi félagið. Við hittumst einu sinni í viku og erum upp í klukkutíma í sjónum. Fólk þolir kuldann misvel en margir synda lengi um leið og þeir byrja og eru mjög fljótir að venjast kuldanum." Benedikt segir að sjósund snúist um fleira en að synda. "Fyrir utan hvað þetta styrkir ónæmiskerfið og er gott fyrir heilsuna er maður að vinna á óttanum. Ég var persónulega hræddur við sjóinn, þetta ókunna, djúpa, en eftir smátíma fer maður að líta þetta öðrum augum og elska sjóinn. Nú finn ég ekki lengur fyrir neinum ótta og finnst ég vera eitt með sjónum, sem er mjög góð tilfinning." Benedikt segist vita dæmi um að sjóböð hafi læknað menn af asma og ýmsum kvillum. Hann varar þó eindregið við því að fólk fari eitt af stað og segir að á heimasíðu Sjósundfélagsins sé að finna varúðarreglur sem æskilegt sé að fólk fylgi. "Ég vil samt fullyrða að allir geti þetta," segir hann og er eins og hendi sé veifað horfinn aftur á haf út.
Heilsa Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira