Innlent

Þrjár beiðnir af ellefu samþykktar

Þrjár undanþágubeiðnir af ellefu voru samþykktar á sjöunda fundi undanþágunefndar vegna verkfalls grunnskólakennara. Fimm beiðnum var hafnað og þremur frestað. Þeir skólar sem fengu beiðnir samþykktar voru Hamraskóli í Reykjavík fyrir 23 kennara sjö einhverfra barna, Hafralækjarskóli í Aðaldal fyrir einn kennara nemenda á meðferðarheimili og Hlíðarskóli á Akureyri fyrir fimm kennara fimmtán nemenda með geðrænan vanda, samkvæmt fundargerð. Á fundi nefndarinnar voru mótmæli fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar tekin fyrir. Nefndin er ósátt við að þremur einhverfum börn bæjarins hafi ekki verið gert kleift að sækja skóla. "Sú mismunun sem í því felst milli landshluta eri óásættanleg." Skúli S. Ólafsson forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar segir ekki hafa verið mönnum ljóst að væri kennurum á undanþágu greitt samkvæmt ráðningasamningi og að allir sem að börnunum kæmu væri kallaðir til væru líkurnar mestar á undanþágu. Málið verði strax skoðað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×