Innlent

Fylgi ríkisstjórnar dalar

Fylgi við ríkisstjórnina dalar samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Eftir því sem fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun eru 62 prósent landsmanna andvíg ríkisstjórn Sjálfsstæðisflokks og Framsóknarflokks og hefur stuðningur við hana minnkað um fjögur prósentustig í júlí frá júnímánuði. 38 prósent aðspurðra sögðust styðja ríkisstjórnina í júlí, en í fyrrahaust var fylgið 58 prósent. Karlar eru frekar reiðubúnir að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórnina en konur. Könnunin var gerð dagana 25. júní til 26. júlí og var úrtakið þrjú þúsund manns. Svarhlutfall var 62 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×