Innlent

Bæjarstjórn mátti fresta fundi

Félagsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfu minnihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um að frestun á fundi bæjarstjórnar þann 16.september verði gerð ógild. Fundurinn átti að fara fram kl. 18.00 þann dag en var frestað til 23.15. Taka átti fyrir mikilvæg mál á fundinum og voru tveir fulltrúar meirihlutans og einn fulltrúi minnihlutans ekki staddir í Eyjum og voru samgöngur erfiðar vegna óveðurs. Minnihlutinn kallaði til varamann, en meirhlutafulltrúarnir skiluðu sér ekki til Eyja með Herjólfi fyrr en um kvöldið. Var þá fundað í óþökk minnihlutans, sem taldi tímasetningu fundarins vera ólíðandi. Ráðuneytið hefur nú úrskurðað að málefnalegar ástæður hafi legið að baki frestuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×