Samningafundi slitið
Fundi samninganefnda Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaganna var slitið á fimmta tímanum og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Engin niðurstaða er komin í málið en reynt verður áfram á morgun.