Innlent

Enn einn handtekinn

Einn enn hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðustu ára. Maðurinn sem er um þrítugt var handtekinn í fyrradag og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald síðar sama dag. Nú eru alls sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm á Íslandi og tveir í Hollandi. Beðið hefur verið um framsal annars mannanna í Hollandi en ekki er ljóst hvort orðið verður við beiðninni. Ásgeir Karlsson, hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, segir rannsóknina enn vera í fullum gangi og verði áfram. Upphaf málsins má rekja til þess þegar þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Dettifossi í mars. Í framhaldinu fannst mikið magn af amfetamíni í vörusendingu í skipinu í júlí. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló. Þá fundust tvö þúsund skammtar af LSD í póstsendingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×