Hallar undan fæti í lýðræðisumræðu 30. september 2004 00:01 "Upp á síðkastið hefur hallað undan fæti varðandi lýðræðislega umræðu og frjáls skoðanaskipti í Framsóknarflokknum. Þingflokkurinn hefur gengið mjög hart fram gagnvart Kristni H. Gunnarssyni fyrir að vera ekki á sömu línu og þingflokkurinn," segir Einar Pálsson, sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Árborg. "Það er mikill hiti í mönnum vegna þessa. Kristinn er eini talsmaður stórs hluta almennra flokksmanna. Öll umræða og frjáls skoðanaskipti eru forsenda og grundvöllur þess lýðræðis sem við teljum okkur búa við. Það er óhæft að flokkur í ríkisstjórn ætli að kæfa niður alla umræðu," segir Einar. "Ég hef verulegar áhyggjur af því ef þetta eru skilaboðin sem þingflokkurinn er að senda sveitarstjórnarmönnum Framsóknarflokksins um allt landi. Er þetta dagskipunin, að nú eigum við að hreinsa úr öllum ráðum og nefndum þá sem eru ekki sammála flokksforystunni?" spyr Einar. "Þetta hefur ekki verið hugsað til enda. Eigum við bara að henda mönnum á dyr?" spyr hann jafnframt. Einar segist hafa orðið var við verulegar áhyggjur meðal flokksmanna. Hann bendir á að til að mynda hafi Íraksmálið ekki verið rætt innan flokksins, heldur hafi einungis verið tilkynnt um ákvörðunina eftir að hún hafi verið tekin. "Ég lít þannig á, að nema annað komi fram og kalla ég eftir svörum frá þingmönnum Framsóknarflokksins um þetta, eigum við að gera eins og Stalín gamli? Er þetta það lýðræði sem menn eru að kalla eftir?" spyr hann. Hann segir að það sé alvarlegt mál ef það sé orðin viðtekin venja að allir sem hafa einhverja skoðun verði teknir úr sambandi. "Það verður einungis ein lína, flokkslínan, sem kemur bara frá einum eða tveimur mönnum. Þá er engin þörf fyrir landsfund. Það þarf bara senda tilkynningar og láta vita hvaða ákvörðunum á að fylgja," segir Einar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
"Upp á síðkastið hefur hallað undan fæti varðandi lýðræðislega umræðu og frjáls skoðanaskipti í Framsóknarflokknum. Þingflokkurinn hefur gengið mjög hart fram gagnvart Kristni H. Gunnarssyni fyrir að vera ekki á sömu línu og þingflokkurinn," segir Einar Pálsson, sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Árborg. "Það er mikill hiti í mönnum vegna þessa. Kristinn er eini talsmaður stórs hluta almennra flokksmanna. Öll umræða og frjáls skoðanaskipti eru forsenda og grundvöllur þess lýðræðis sem við teljum okkur búa við. Það er óhæft að flokkur í ríkisstjórn ætli að kæfa niður alla umræðu," segir Einar. "Ég hef verulegar áhyggjur af því ef þetta eru skilaboðin sem þingflokkurinn er að senda sveitarstjórnarmönnum Framsóknarflokksins um allt landi. Er þetta dagskipunin, að nú eigum við að hreinsa úr öllum ráðum og nefndum þá sem eru ekki sammála flokksforystunni?" spyr Einar. "Þetta hefur ekki verið hugsað til enda. Eigum við bara að henda mönnum á dyr?" spyr hann jafnframt. Einar segist hafa orðið var við verulegar áhyggjur meðal flokksmanna. Hann bendir á að til að mynda hafi Íraksmálið ekki verið rætt innan flokksins, heldur hafi einungis verið tilkynnt um ákvörðunina eftir að hún hafi verið tekin. "Ég lít þannig á, að nema annað komi fram og kalla ég eftir svörum frá þingmönnum Framsóknarflokksins um þetta, eigum við að gera eins og Stalín gamli? Er þetta það lýðræði sem menn eru að kalla eftir?" spyr hann. Hann segir að það sé alvarlegt mál ef það sé orðin viðtekin venja að allir sem hafa einhverja skoðun verði teknir úr sambandi. "Það verður einungis ein lína, flokkslínan, sem kemur bara frá einum eða tveimur mönnum. Þá er engin þörf fyrir landsfund. Það þarf bara senda tilkynningar og láta vita hvaða ákvörðunum á að fylgja," segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira