Ísland í hlutverki áheyrnarfulltrú 31. október 2004 00:01 Forsætisráðherra Íslands og Noregs voru tveir einir boðaðir seinna til fundar þegar starfsbræður þeirra frá Norðurlöndunum þremur sem eiga aðild að Evrópusambandinu sátu fund ásamt forsætisráðherrum Eystrasaltsríkjanna í Stokkhólmi í gær. Fundurinn var haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. Halldór Ásgrímsson segir að sér og Kjell Magne Bondevik hafi verið skýrt frá viðræðum hinna á hálftíma fundi eftir fund hinna sex, en síðan verði forsætisráðherrafundur Norðurlandanna fimm í dag. "Ég met mikils að hafa þennan möguleika á að fylgjast með en ég myndi kjósa að þetta væri á annan veg og við sætum allan fundinn." Halldór segir að samstarfið við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin innan Evrópusambandsins hafi nýst Íslandi vel, til dæmis í fiskimjölsmálinu. Hann sagði að strax á næstu vikum reyndi enn á þessa "hauka í horni" innan ESB þegar stækkun EES kæmist aftur á dagskrá þegar samningum við Búlgaríu og Rúmeníu um aðild að sambandinu lyki á næstu vikum. Ísland skilar af sér formennsku í norrænu ráðherranefndinni á fundi Norðurlandaráðs í dag og mun Halldór Ásgrímsson skýra frá árangri íslensku formennskunnar í ræðu sinni í dag. "Það hefur orðið talsverð framþróun í að ryðja úr vegi hindrunum í samskiptum borgara innan Norðurlandanna en þar hefur Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekið að sér sérstakt verkefni. Við höfum líka náð að styrkja samstarf Vestur-Norðurlanda. Þá hefur verið lagt í vinnu á sviði lýðræðisþróunar sem ég tel mjög gagnlega." Þing Norðurlandaráðs hefst í dag og lýkur á miðvikudag. Helstu mál á dagskrá þingsins eru einmitt hindranir í samskiptum innan Norðurlanda, vandi lýðræðis, sjálfbær þróun, samskipti við Eystrasaltsríki og Rússland og jafnréttismál svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og Íslendingar láta af formennsku í samstarfi norrænna ráðherra, taka þeir við forystu í Norðurlandaráði og verður Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, næsti forseti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands og Noregs voru tveir einir boðaðir seinna til fundar þegar starfsbræður þeirra frá Norðurlöndunum þremur sem eiga aðild að Evrópusambandinu sátu fund ásamt forsætisráðherrum Eystrasaltsríkjanna í Stokkhólmi í gær. Fundurinn var haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. Halldór Ásgrímsson segir að sér og Kjell Magne Bondevik hafi verið skýrt frá viðræðum hinna á hálftíma fundi eftir fund hinna sex, en síðan verði forsætisráðherrafundur Norðurlandanna fimm í dag. "Ég met mikils að hafa þennan möguleika á að fylgjast með en ég myndi kjósa að þetta væri á annan veg og við sætum allan fundinn." Halldór segir að samstarfið við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin innan Evrópusambandsins hafi nýst Íslandi vel, til dæmis í fiskimjölsmálinu. Hann sagði að strax á næstu vikum reyndi enn á þessa "hauka í horni" innan ESB þegar stækkun EES kæmist aftur á dagskrá þegar samningum við Búlgaríu og Rúmeníu um aðild að sambandinu lyki á næstu vikum. Ísland skilar af sér formennsku í norrænu ráðherranefndinni á fundi Norðurlandaráðs í dag og mun Halldór Ásgrímsson skýra frá árangri íslensku formennskunnar í ræðu sinni í dag. "Það hefur orðið talsverð framþróun í að ryðja úr vegi hindrunum í samskiptum borgara innan Norðurlandanna en þar hefur Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekið að sér sérstakt verkefni. Við höfum líka náð að styrkja samstarf Vestur-Norðurlanda. Þá hefur verið lagt í vinnu á sviði lýðræðisþróunar sem ég tel mjög gagnlega." Þing Norðurlandaráðs hefst í dag og lýkur á miðvikudag. Helstu mál á dagskrá þingsins eru einmitt hindranir í samskiptum innan Norðurlanda, vandi lýðræðis, sjálfbær þróun, samskipti við Eystrasaltsríki og Rússland og jafnréttismál svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og Íslendingar láta af formennsku í samstarfi norrænna ráðherra, taka þeir við forystu í Norðurlandaráði og verður Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, næsti forseti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira