Erlent

Þúsundir flýja Najaf

Þúsundir íbúa flýja nú íröksku borgina Najaf, þar sem Bandaríkjamenn og írakskar öryggissveitir berjast hatrammlega gegn skæruliðum, meðan aðrir íbúar þustu út á götur til að mótmæla. Bandaríkjamenn aka um borgina og kalla til íbúa í gegnum gjallarhorn að ætlunin sé að svæla út uppreisnarmenn úr röðum sjíta-múslima sem þeir hafa barist við nær linnualust í heila viku. Skæruliðarnir hafast við nærri grafreit í Najaf og sumir í byrgjum neðanjarðar. Aðstoðarmaður leiðtoga þeirra, Al-Sadrs, segir að olíuleiðslur verði sprengdar upp í suðurhluta Íraks geri Bandaríkjamenn árás á aðsetur uppreisnarmanna í borginni. Hundruð manna hafa fallið í átökunum sem hófust síðasta fimmtudag. Þá létust um sjötíu manns og hundrað og fimmtíu særðust í loftárásum Bandaríkjamanna gegn vígamönnum í borginni Kut í suðurhluta Íraks. Myndin var tekin í Najaf í morgun. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×