Grænt ljós frá ESA á 90% lán 12. ágúst 2004 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósentum af kaupverði íbúðar. Hann segir skýrt kveðið á um 90 prósenta lánin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana en menn hafi viljað bíða með að leggja fram málið þar til niðurstaða fengist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. "Niðurstaðan er sú að húsnæðislánakerfið eins og við höfum rekið það og miðað við þær breytingar sem við höfum kynnt standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Árni. Hann segir að breytingarnar sem gerðar hafi verið hafi nú þegar skilað vaxtalækkun sem hafi góð áhrif á fjárhag heimilanna í landinu. "Nú er ekkert að vanbúnaði að fara fram með næstu breytingar," segir Árni. Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í gær að hún hefði úrskurðað að íslenska íbúðalánakerfið sé ekki ólöglegt samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstuðning. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur einnig fram að í ákvörðun ESA felist að fyrirhuguð hækkun hámarkslána sé einnig lögleg. Amund Utne hjá ESA staðfestir að þessi skilningur félagsmálaráðuneytisins sé réttur þótt ekki sé enn búið að gefa út endanlegt álit vegna kvörtunar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). SBV hefur kvartað til ESA á þeim forsendum að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í berhögg við reglur um ríkisaðstoð á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA telur hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að tilkynna ESA sérstaklega um stofnun Íbúðalánasjóðs þegar hann var stofnaður árið 1998. Þar sem það hafi ekki verið gert þá hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Í fréttatilkynningunni segir hins vegar að sá formgalli hafi engin áhrif á lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósentum af kaupverði íbúðar. Hann segir skýrt kveðið á um 90 prósenta lánin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana en menn hafi viljað bíða með að leggja fram málið þar til niðurstaða fengist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. "Niðurstaðan er sú að húsnæðislánakerfið eins og við höfum rekið það og miðað við þær breytingar sem við höfum kynnt standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Árni. Hann segir að breytingarnar sem gerðar hafi verið hafi nú þegar skilað vaxtalækkun sem hafi góð áhrif á fjárhag heimilanna í landinu. "Nú er ekkert að vanbúnaði að fara fram með næstu breytingar," segir Árni. Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í gær að hún hefði úrskurðað að íslenska íbúðalánakerfið sé ekki ólöglegt samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstuðning. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur einnig fram að í ákvörðun ESA felist að fyrirhuguð hækkun hámarkslána sé einnig lögleg. Amund Utne hjá ESA staðfestir að þessi skilningur félagsmálaráðuneytisins sé réttur þótt ekki sé enn búið að gefa út endanlegt álit vegna kvörtunar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). SBV hefur kvartað til ESA á þeim forsendum að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í berhögg við reglur um ríkisaðstoð á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA telur hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að tilkynna ESA sérstaklega um stofnun Íbúðalánasjóðs þegar hann var stofnaður árið 1998. Þar sem það hafi ekki verið gert þá hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Í fréttatilkynningunni segir hins vegar að sá formgalli hafi engin áhrif á lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira