Skattadeilur hjá stjórnarflokkum? 12. ágúst 2004 00:01 Sjálfsstæðismenn eru reiðubúnir að lækka tekjuskatt um meira en fjögur prósent á kjörtímabilinu eða meira en kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Líklegt er að deilt verði um þessi mál á stjórnarheimilinu í haust en eins og fréttastofan komst að hafa þingmenn ólíkar skoðanir á því hvernig eigi að útfæra loforð um skattalækkanir. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að skattar verði lækkaðir á kjörtímabilinu, tekjuskattur á einstaklinga um allt að fjögur prósent, eignarskattur felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virðisaukaskattkerfið tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör almennings. Þjóðin bíður þess enn að fá upplýsingar um það hvernig og með hvaða hætti staðið verði við þessi loforð. Þingmenn Sjálfsstæðisflokks þrýstu mjög á að fá loforðin fest í lög fyrir þinghlé. Einn þingmaður Sjálfsstæðisflokks, Gunnar I. Birgisson, gekk reyndar svo langt að segjast ætla að hreiðra um sig í þinghúsinu í sumarhléinu kæmi ekki fram skattalækkunartillaga. Hann stóð ekki við stóru orðin og bar því við í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að ekki hefði verið vært í húsinu vegna framkvæmda. Hvað um það. Sjálfsstæðismenn sem fréttastofan ræddi við segjast vilja sjá skattalækkanir hið fyrsta og blása á tal um að þær myndu auka á þenslu. Peningarnir verði í umferð, hvort sem ríkið fái að eyða þeim eða almenningur. Framsóknarmenn hafa ekki rætt útfærslur á skattalækkunum í þingflokknum samkvæmt heimildum. Þeir hafa markað sér þá stefnu að lækka ekki eingöngu skatthlutfall heldur auka persónuafslátt sem Sjálfsstæðismenn vilja ekki sjá. Náist á annað borð samkomulag um að lækka tekjuskattshlutfallið má búast við átökum um þetta atriði nú í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sjálfsstæðismenn eru reiðubúnir að lækka tekjuskatt um meira en fjögur prósent á kjörtímabilinu eða meira en kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Líklegt er að deilt verði um þessi mál á stjórnarheimilinu í haust en eins og fréttastofan komst að hafa þingmenn ólíkar skoðanir á því hvernig eigi að útfæra loforð um skattalækkanir. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að skattar verði lækkaðir á kjörtímabilinu, tekjuskattur á einstaklinga um allt að fjögur prósent, eignarskattur felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virðisaukaskattkerfið tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör almennings. Þjóðin bíður þess enn að fá upplýsingar um það hvernig og með hvaða hætti staðið verði við þessi loforð. Þingmenn Sjálfsstæðisflokks þrýstu mjög á að fá loforðin fest í lög fyrir þinghlé. Einn þingmaður Sjálfsstæðisflokks, Gunnar I. Birgisson, gekk reyndar svo langt að segjast ætla að hreiðra um sig í þinghúsinu í sumarhléinu kæmi ekki fram skattalækkunartillaga. Hann stóð ekki við stóru orðin og bar því við í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að ekki hefði verið vært í húsinu vegna framkvæmda. Hvað um það. Sjálfsstæðismenn sem fréttastofan ræddi við segjast vilja sjá skattalækkanir hið fyrsta og blása á tal um að þær myndu auka á þenslu. Peningarnir verði í umferð, hvort sem ríkið fái að eyða þeim eða almenningur. Framsóknarmenn hafa ekki rætt útfærslur á skattalækkunum í þingflokknum samkvæmt heimildum. Þeir hafa markað sér þá stefnu að lækka ekki eingöngu skatthlutfall heldur auka persónuafslátt sem Sjálfsstæðismenn vilja ekki sjá. Náist á annað borð samkomulag um að lækka tekjuskattshlutfallið má búast við átökum um þetta atriði nú í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira