Skattadeilur hjá stjórnarflokkum? 12. ágúst 2004 00:01 Sjálfsstæðismenn eru reiðubúnir að lækka tekjuskatt um meira en fjögur prósent á kjörtímabilinu eða meira en kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Líklegt er að deilt verði um þessi mál á stjórnarheimilinu í haust en eins og fréttastofan komst að hafa þingmenn ólíkar skoðanir á því hvernig eigi að útfæra loforð um skattalækkanir. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að skattar verði lækkaðir á kjörtímabilinu, tekjuskattur á einstaklinga um allt að fjögur prósent, eignarskattur felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virðisaukaskattkerfið tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör almennings. Þjóðin bíður þess enn að fá upplýsingar um það hvernig og með hvaða hætti staðið verði við þessi loforð. Þingmenn Sjálfsstæðisflokks þrýstu mjög á að fá loforðin fest í lög fyrir þinghlé. Einn þingmaður Sjálfsstæðisflokks, Gunnar I. Birgisson, gekk reyndar svo langt að segjast ætla að hreiðra um sig í þinghúsinu í sumarhléinu kæmi ekki fram skattalækkunartillaga. Hann stóð ekki við stóru orðin og bar því við í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að ekki hefði verið vært í húsinu vegna framkvæmda. Hvað um það. Sjálfsstæðismenn sem fréttastofan ræddi við segjast vilja sjá skattalækkanir hið fyrsta og blása á tal um að þær myndu auka á þenslu. Peningarnir verði í umferð, hvort sem ríkið fái að eyða þeim eða almenningur. Framsóknarmenn hafa ekki rætt útfærslur á skattalækkunum í þingflokknum samkvæmt heimildum. Þeir hafa markað sér þá stefnu að lækka ekki eingöngu skatthlutfall heldur auka persónuafslátt sem Sjálfsstæðismenn vilja ekki sjá. Náist á annað borð samkomulag um að lækka tekjuskattshlutfallið má búast við átökum um þetta atriði nú í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Sjálfsstæðismenn eru reiðubúnir að lækka tekjuskatt um meira en fjögur prósent á kjörtímabilinu eða meira en kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Líklegt er að deilt verði um þessi mál á stjórnarheimilinu í haust en eins og fréttastofan komst að hafa þingmenn ólíkar skoðanir á því hvernig eigi að útfæra loforð um skattalækkanir. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að skattar verði lækkaðir á kjörtímabilinu, tekjuskattur á einstaklinga um allt að fjögur prósent, eignarskattur felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virðisaukaskattkerfið tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör almennings. Þjóðin bíður þess enn að fá upplýsingar um það hvernig og með hvaða hætti staðið verði við þessi loforð. Þingmenn Sjálfsstæðisflokks þrýstu mjög á að fá loforðin fest í lög fyrir þinghlé. Einn þingmaður Sjálfsstæðisflokks, Gunnar I. Birgisson, gekk reyndar svo langt að segjast ætla að hreiðra um sig í þinghúsinu í sumarhléinu kæmi ekki fram skattalækkunartillaga. Hann stóð ekki við stóru orðin og bar því við í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að ekki hefði verið vært í húsinu vegna framkvæmda. Hvað um það. Sjálfsstæðismenn sem fréttastofan ræddi við segjast vilja sjá skattalækkanir hið fyrsta og blása á tal um að þær myndu auka á þenslu. Peningarnir verði í umferð, hvort sem ríkið fái að eyða þeim eða almenningur. Framsóknarmenn hafa ekki rætt útfærslur á skattalækkunum í þingflokknum samkvæmt heimildum. Þeir hafa markað sér þá stefnu að lækka ekki eingöngu skatthlutfall heldur auka persónuafslátt sem Sjálfsstæðismenn vilja ekki sjá. Náist á annað borð samkomulag um að lækka tekjuskattshlutfallið má búast við átökum um þetta atriði nú í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira