
Innlent
Fernt á slysadeild
Fernt fór á slysasdeild eftir harðan árekstur jeppa og fólksbifreiðar laust fyrir klukkan þrjú dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi í Svínahrauni þegar þeir rákust á. Tvennt var í hvorum bíl en meiðsl fólksins reyndust ekki alvarleg við skoðun á slysadeild. Öll munu hafa verið í bílbelti. Bílarnir voru hins vegar ekki ökufærir eftir og þurfti að draga þá af vettvangi. Tildrög slyssins eru ekki kunn en málið er í rannsókn.