Bílvelta á Suðurnesjum

Bílvelta varð á Garðvegi við svokallaðan Ellustekk skömmu fyrir hádegi samkvæmt Víkurfréttum. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur en hann náðist á hlaupum við innkomuna í Garðinn. Hann var fluttur til Keflavíkur til sýnatöku og skoðunar. Bifreiðin er nokkuð skemmd.