Gætu orðið rasssíðir við að smala 19. desember 2004 00:01 "Við kærum, það er engin spurning," segir Stefán Halldórsson, eigandi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eignast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. "Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið einhvern lærdóm af dómunum á Suðurlandi." Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna tölur þegar hann er spurður hve stór hún sé. "Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar," segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að löndin tilheyri Brú. Stefán hefur vitaskuld farið með jörðina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. "Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugsanlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi," segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðarhreppi og er jafn hlessa á úrskurði Óbyggðanefndar og Stefán á Brú. "Við erum eiginlega orðlaus," segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landamerkjum sem sýni hvað heyri til Hafrafellstungu og hvað ekki. "Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það," svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. "Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögulega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit." Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafrafellstungu. "Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala," segir Laufey og hlær. Dómsmál Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
"Við kærum, það er engin spurning," segir Stefán Halldórsson, eigandi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eignast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. "Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið einhvern lærdóm af dómunum á Suðurlandi." Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna tölur þegar hann er spurður hve stór hún sé. "Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar," segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að löndin tilheyri Brú. Stefán hefur vitaskuld farið með jörðina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. "Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugsanlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi," segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðarhreppi og er jafn hlessa á úrskurði Óbyggðanefndar og Stefán á Brú. "Við erum eiginlega orðlaus," segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landamerkjum sem sýni hvað heyri til Hafrafellstungu og hvað ekki. "Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það," svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. "Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögulega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit." Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafrafellstungu. "Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala," segir Laufey og hlær.
Dómsmál Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira