Bankar lækka vexti enn frekar 31. ágúst 2004 00:01 Langflestir viðskiptabankanna hafa nú lækkað vexti af lánum til íbúðakaupa niður í 4,2 prósent. Lækkunin kom í kjölfar þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna hellti sér í slaginn um lántakendur og bauð lán með 4,3 prósenta vöxtum. Ný lán Lífeyrissjóðs Verslunarmanna bera 0,1 prósent lægri vexti en íbúðalán flestra viðskiptabankanna og 0,05 prósenta lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Lánað er til allt að 30 ára, gegn fyrsta veðrétti í húseign. Þá munu vextir á eldri lánum sjóðsins lækka um 0,6 prósent frá og með morgundeginum. Virkir sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna eru um 40 þúsund og þeim standa lánin til boða. Engin launung er á því að þetta útspil miðar að því að koma í veg fyrir að fólk taki ný lán hjá viðskiptabönkunum og noti þau til að greiða upp lífeyrissjóðslán. Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfabiðskipta, segir að taka verði mið af því að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus, sá sem geri það endi í uppreiðslu með sín lán. Þetta sé því eins og hver önnur samkeppni sem verði að taka þátt í. Skömmu síðar bauð KB-banki til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að þeirra vextir myndu lækka úr 4,4 prósentum niður í 4,2 prósent, í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starfar. Ljóst er að hart er barist um viðskiptavinina í slagsmálum sem KB-banki átti upphafið að. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vextirnir hafi lækkað mjög mikið á stuttum tíma. Hann segir að vextir muni breytast til framtíðar en það muni verða í mun minni skrefum en undanfarið. Þeir geti eins hækkað eins og lækkað. Aðspurður hvort búast megi við meiri lækkun á næstu dögum segir Hreiðar að þeir verði að sjá til hvernig markaðsumhverfið þróist og hvernig samkeppnisaðilarnir bregðist við. Þá sagði hann að eitt af því sem bankinn væri að skoða núna væru óverðtryggð lán á hærri vöxtum. Viðbrögð keppinautanna létu ekki á sér standa, því í kjölfarið lækkuðu Landsbankinn, Íslandsbanki, SPRON og Sparisjóður Vélstjóra vexti af íbúðalánum niður 4,2 prósent, rétt eins og KB banki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Sjá meira
Langflestir viðskiptabankanna hafa nú lækkað vexti af lánum til íbúðakaupa niður í 4,2 prósent. Lækkunin kom í kjölfar þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna hellti sér í slaginn um lántakendur og bauð lán með 4,3 prósenta vöxtum. Ný lán Lífeyrissjóðs Verslunarmanna bera 0,1 prósent lægri vexti en íbúðalán flestra viðskiptabankanna og 0,05 prósenta lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Lánað er til allt að 30 ára, gegn fyrsta veðrétti í húseign. Þá munu vextir á eldri lánum sjóðsins lækka um 0,6 prósent frá og með morgundeginum. Virkir sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna eru um 40 þúsund og þeim standa lánin til boða. Engin launung er á því að þetta útspil miðar að því að koma í veg fyrir að fólk taki ný lán hjá viðskiptabönkunum og noti þau til að greiða upp lífeyrissjóðslán. Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfabiðskipta, segir að taka verði mið af því að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus, sá sem geri það endi í uppreiðslu með sín lán. Þetta sé því eins og hver önnur samkeppni sem verði að taka þátt í. Skömmu síðar bauð KB-banki til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að þeirra vextir myndu lækka úr 4,4 prósentum niður í 4,2 prósent, í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starfar. Ljóst er að hart er barist um viðskiptavinina í slagsmálum sem KB-banki átti upphafið að. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vextirnir hafi lækkað mjög mikið á stuttum tíma. Hann segir að vextir muni breytast til framtíðar en það muni verða í mun minni skrefum en undanfarið. Þeir geti eins hækkað eins og lækkað. Aðspurður hvort búast megi við meiri lækkun á næstu dögum segir Hreiðar að þeir verði að sjá til hvernig markaðsumhverfið þróist og hvernig samkeppnisaðilarnir bregðist við. Þá sagði hann að eitt af því sem bankinn væri að skoða núna væru óverðtryggð lán á hærri vöxtum. Viðbrögð keppinautanna létu ekki á sér standa, því í kjölfarið lækkuðu Landsbankinn, Íslandsbanki, SPRON og Sparisjóður Vélstjóra vexti af íbúðalánum niður 4,2 prósent, rétt eins og KB banki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Sjá meira