Bætir mjög stöðu hluthafa 31. ágúst 2004 00:01 Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi. Það var í byrjun árs sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og hvernig mætti auka skilvirkni og traust á markaðnum. Viðskiptaráðherra og formaður nefndarinnar kynntu tillögurnar í dag en ráðherra boðaði jafnframt lagafrumvörp á Alþingi í haust á grundvelli þeirra. Nefndin er þó ekki á því að staðan hérlendis sé slæm. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar segir stöðuna mun betri en hún hefur verið áður, hinsvegar geti hún orðið ennþá betri og það hafi verið stefna nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi ekki verið ánægð með allt í íslensku viðskiptalífi og reynt hafi verið að taka á því. Einnig hafi verið reynt að koma í veg fyrir þau vandamál komi upp hér á landi sem hafa verið að brenna fólk erlendis eins og ýmiskonar fyrirtækjahneiksli. Helsta tillagan lítur að því að skerpa eftirlit með samkeppnihömlum á markaði, veita meiru fjármagni til samkeppnisyfirvalda og að kljúfa Samkeppnisstofnun upp þannig að þau verkefni sem áður heyrðu undir Verðlagsstofnun fari annað. Þá er lagt til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu. Tillögur nefndarinnar miða að því að auka minnihlutavernd í hlutafélögum, bæta upplýsingagjöf til hluthafa og gera hluthöfum auðveldara um vik að hafa áhrif á stjórn hlutafélaga á hluthafafundum. Athygli vekur tillaga um að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Samkvæmt athugun nefndarinnar fyrr á árinu höfðu sjö fyrirtæki í Kauphöll starfandi stjórnarformann en þau voru Bakkavör, Eimskip, Eskja, KB banki, Líf, Opin kerfi og Samherji. Þá vekur athygli tillaga um að hluthöfum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags, og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra telur það einna þýðingarmest að styrkja stöðu minni hluthafa. Hún segir markaðinn vera til fyrir almenning en ekki fyrir fyrirtækin og forstjórana. Gylfi Magnússon telur að þegar upp sé staðið muni breytingarnar á samkeppnisyfirvöldum skipta mestu máli. Þegar til lengri tíma sé litið muni þó bættir stjórnhættir fyrirtækja skila verulegum ávinningi fyrir þjóðarbúið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi. Það var í byrjun árs sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og hvernig mætti auka skilvirkni og traust á markaðnum. Viðskiptaráðherra og formaður nefndarinnar kynntu tillögurnar í dag en ráðherra boðaði jafnframt lagafrumvörp á Alþingi í haust á grundvelli þeirra. Nefndin er þó ekki á því að staðan hérlendis sé slæm. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar segir stöðuna mun betri en hún hefur verið áður, hinsvegar geti hún orðið ennþá betri og það hafi verið stefna nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi ekki verið ánægð með allt í íslensku viðskiptalífi og reynt hafi verið að taka á því. Einnig hafi verið reynt að koma í veg fyrir þau vandamál komi upp hér á landi sem hafa verið að brenna fólk erlendis eins og ýmiskonar fyrirtækjahneiksli. Helsta tillagan lítur að því að skerpa eftirlit með samkeppnihömlum á markaði, veita meiru fjármagni til samkeppnisyfirvalda og að kljúfa Samkeppnisstofnun upp þannig að þau verkefni sem áður heyrðu undir Verðlagsstofnun fari annað. Þá er lagt til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu. Tillögur nefndarinnar miða að því að auka minnihlutavernd í hlutafélögum, bæta upplýsingagjöf til hluthafa og gera hluthöfum auðveldara um vik að hafa áhrif á stjórn hlutafélaga á hluthafafundum. Athygli vekur tillaga um að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Samkvæmt athugun nefndarinnar fyrr á árinu höfðu sjö fyrirtæki í Kauphöll starfandi stjórnarformann en þau voru Bakkavör, Eimskip, Eskja, KB banki, Líf, Opin kerfi og Samherji. Þá vekur athygli tillaga um að hluthöfum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags, og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra telur það einna þýðingarmest að styrkja stöðu minni hluthafa. Hún segir markaðinn vera til fyrir almenning en ekki fyrir fyrirtækin og forstjórana. Gylfi Magnússon telur að þegar upp sé staðið muni breytingarnar á samkeppnisyfirvöldum skipta mestu máli. Þegar til lengri tíma sé litið muni þó bættir stjórnhættir fyrirtækja skila verulegum ávinningi fyrir þjóðarbúið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira