Viðskipti innlent

Úr halla í hagnað

Lánasýsla ríkisins sýndi hagnað í rekstri sínum árið 2003 samkvæmt nýútkominni ársskýrslu stofnunarinnar um 9,4 milljónir króna. Er það talsverð breyting frá fyrra ári þegar hallinn nam 37 milljónum króna og þakkar forstjóri stofnunarinnar, Sigurður Árni Kjartansson, aðhaldsaðgerðum og hagræðingu við þessar breyttu aðstæður. Hagnaðinn má að mestu þakka fækkun starfa enda kemur fram að launagjöld Lánasýslunnar lækkuðu um rúmlega 21 milljón á þessum tíma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×